fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Öskureiður eftir umtalaða viðtalið – „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. mars 2021 13:44

Hjónin ræða við Oprah. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er allt annað en sáttur með viðtal bretaprinsins Harry og eiginkonu hans Meghan Markle en viðtalið var sýnt í Bandaríkjunum í gær. Viðtalið verður sýnt í Bretlandi í kvöld en fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað mikið um viðtalið í dag. Þá virðist vera sem fólk í Bretlandi tali ekki um annað en viðtalið í dag.

Morgan, einn umsjónarmanna þáttarins Good Morning Britain sem sýndur er á ITV, var ansi heitt í hamsi þegar hann talaði um viðtalið í dag. „Ég er svo reiður að ég gæti sprungið. Mér er óglatt eftir það sem ég er búinn að sjá,“ sagði hann. „Þetta er tveggja tíma maraþon af fúkyrðum um konungsfjölskylduna okkar og allt sem drottningin hefur gert og það á meðan Philip prins liggur á sjúkrahúsi.“

Eitt af því sem vakti reiði Morgan voru ummæli Markle um húðlit sonar síns, Archie. Markle vildi meina að Archie yrði bannað að verða prins eftir að konungsfjölskyldan hafi velt því fyrir sér hversu dökk húðin hans yrði. „Þau eru nokkurn veginn að segja að konungsfjölskyldan sé hópur af fólki með hvíta kynþáttahyggju með þessari rasísku sprengju.“

Þá talaði Markle líka um það hvernig henni leið þegar þau bjuggu með konungsfjölskyldunni. Hún sagði til að mynda frá því að hún hafi verið með sjálfsvígshugsanir og að Harry hafi bjargað henni. „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir, Meghan Markle. Ég myndi ekki trúa veðurfréttunum ef hún læsi þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“