fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Fann kaldan vind koma frá baðherbergisspeglinum – Gerði óhugnanlega uppgötvun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 08:38

Skjáskot/TIkTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona gerði ótrúlega uppgötvun á bak við baðherbergisspegillinn heima hjá sér.

Samantha Hartsoe býr í New York. Hún hefur lengi fundið „kaldan vind“ inni á baðherbergi. Hún greinir frá þessu í nokkrum myndböndum á TikTok sem hafa vakið mikla athygli.

„Það skiptir ekki neinu máli hversu heitt það verður, mér er alltaf kalt,“ segir Samantha. „Þannig þegar ég fer inn á baðherbergi þá finn ég fyrir að einhvers staðar sé að koma kalt loft.“

Samantha segir að það komi stundum fyrir að „vindurinn“ sé svo mikill að hárið hennar flaksast í vindinum. Hún skildi hvorki upp né niður hvaðan þessi vindur væri eiginlega að koma.

Samantha byrjar að leita að uppruna vindsins og endar fyrir framan spegillinn. Hún fjarlægir spegillinn og á bak við hann er kassalaga op. „Það er herbergi þarna!“ Segir hún. Á þessum tímapunkti er hún búin að fá nokkra vini í heimsókn svo hún sé ekki ein að klifra í hið óþekkta.

Gatið á bak við baðherbergisspegillinn.

„Ég þarf að komast að því hvað er hinum megin við baðherbergið mitt. Ég meina, hvað ef einhver býr þarna?“

Samönthu er heldur betur brugðið þegar hún sér að það er heil ókláruð íbúð sem leynist á bak við baðherbergisspegillinn hennar.

Það voru nokkrar vísbendingar um að einhver hafi haldið sig um tíma þarna, eins og ruslapokar og vatnsflaska. Það sem Samönthu þykir þó allra helst ógnvekjandi er að útihurðin hjá íbúðinni er ólæst. Hún ákvað að nú myndi hún festa spegillinn við vegginn.

Íbúðin.,

„Leigusalinn minn mun fá mjög skemmtilegt símtal frá mér á morgun,“ segir hún.

Eins og fyrr segir hafa myndbönd hennar vakið mikla athygli og lýsa fjöldi netverjar þessu sem þeirra „verstu martröð,“ skiljanlega.

Horfðu á myndböndin hér að neðan.

Fyrsti hluti

@samanthartsoeseriously never would I have expected to find this… and I documented all of it ##mystery ##fyp ##nyc ##secret ##foryou ##apartment ##storytime♬ Mysterious – Andreas Scherren

Annar hluti – uppgötvunin

@samanthartsoeHOW IS THIS IN MY BATHROOM WALL ##mystery ##nyc ##apartment ##secret ##storytime ##fyp♬ Mysterious – Andreas Scherren

Þriðji hluti – klifrar í gegn

@samanthartsoeTRULY a new meaning to a “hole in the wall” ##mystery ##nyc ##apartment ##secret ##storytime ##fyp ##foryou♬ Oh No – Kreepa

Fjórði hluti, þar sem hún skoðar íbúðina

@samanthartsoecrawled through a wall for this mystery so enjoy the finale 🕵🏻‍♀️ ##mystery ##nyc ##apartment ##secret ##storytime ##storytime ##fyp ##foryou♬ Mysterious – Andreas Scherren

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát