fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Miður sín yfir framhjáhaldi unnustans þremur dögum fyrir stóra daginn – Tengdamóðirin skipulagði svikin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. mars 2021 10:34

Courtney, Danny og mamma hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sígaunabrúður var miður sín þegar hún komst að því að unnusti hennar hefði haldið framhjá henni þremur dögum fyrir brúðkaupið.

Courtney, 18 ára, ætlaði að giftast unnusta sínum, Danny, í tvöföldu brúðkaupi ásamt frænku Danny, Lottie og unnusta hennar Lee.

Pörin koma fram í sjónvarpsþætti TLC Gypsy Bride US. Courtney og félagar eru sígaunar (e. gypsy) eða flakkarar (e. travellers) eins og þau eru gjarnan kölluð.

Courtney. Skjáskot/YouTube

Þátturinn var vægast sagt stormasamur. The Sun fjallar um þáttinn en það er einnig hægt að horfa á hann neðst í greininni.

Í þættinum er sýnt frá brúðkaupsundirbúningnum. Courtney og Lottie eru bestu vinkonur, en Lottie er einnig frænka Danny. Svo það var ákveðið að slá upp í tvöfalt brúðkaup.

Nokkrum dögum fyrir stóra daginn losnar Danny úr fangelsi. Courtney er yfir sig spennt fyrir brúðkaupinu en það eru ekki allir í fjölskyldunni jafn ánægðir.

„Mamma er ekki svo ánægð með brúðkaupið því henni finnst Courtney ekki vera rétta konan fyrir mig,“ segir Danny í þættinum.

Mamma Danny að ræða um plön sín til að eyðileggja samband þeirra.

Mamma er með plan

Gail, móðir Danny, hefur haft þrjá mánuði til að finna út hvernig hún getur komið í veg fyrir mögulegt hjónaband sonar síns og Courtney. Hún skipuleggur steggjapartí fyrir Danny á strippstað, vitandi fullvel að Courtney yrði ekki hrifin.

Næsta dag kemur í ljós að Danny eyddi nóttinni með nektardansmærinni Mindy. Gail er fljót að dreifa fréttunum um að sonur sinn hafi haldið framhjá.

Danny og Mindy.

Courtney er miður sín þegar hún kemst að sannleikanum en vill sættast. En Lottie telur það ekki vera góða hugmynd.

„Danny er frændi minn og ég elska hann, en það sem hann gerði er óásættanlegt. Mér finnst að hún ætti ekki að giftast honum.“

Courtney var handtekin.

Það myndast rígur á milli fjölskyldu Courtney og fjölskyldu Danny. „Þetta er stríð,“ segir Courtney, sem var seinna handtekin vegna atviksins. Brúðkaupinu var síðan aflýst.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár