fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Britney Spears tjáir sig í fyrsta sinn um heimildarmyndina – „Ég grét í tvær vikur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. mars 2021 09:07

Britney Spears. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Britney Spears hefur tjáð sig í fyrsta skipti um heimildarmynd The New York Times, „Framing Britney Spears.“

Það eru tólf ár síðan söngkonan Britney Spears var nauðungarvistuð á geðdeild og svipt sjálfræði eftir taugaáfall, sem var fjallað grimmt um í slúðurmiðlum um heim allan. Britney hefur hvorki sjálfræði né fjárræði og hafa faðir hennar og lögfræðingur verið lögráðamenn hennar síðustu 12 ár. Britney reyndi að komast undan klóm föður síns í ár og aðdáendur hennar hófu #FreeBritney herferðina á samfélagsmiðlum.

Herferðin var afar áberandi á samfélagsmiðlum í ár og héldu aðdáendur stjörnunnar því fram að henni væri haldið fanginni gegn vilja sínum.

Myndbönd Britney á samfélagsmiðlum hafa verið miðpunktur í herferðinni og töldu margir að þar væri að finna dulin skilaboð. Þekktasta dæmið var þegar Britney ákvað að klæðast gulum bol í myndbandi á Instagram. Í myndbandinu lagði hún sérstaka áherslu á bolinn. „Ég var svo spennt að fara í uppáhalds gula bolinn minn að ég varð bara að deila því.“

Seint í sumar á síðasta ári óskaði Britney eftir því að faðir hennar yrði ekki gerður aftur að lögráðamanni hennar. Hún óskaði þó ekki eftir því að verða lögráða, heldur að Jodi Montogomery myndi halda áfram sem umsjónarmaður hennar. En dómarar hlustuðu ekki á óskir Britney og er faðir hennar enn með lögræði yfir henni.

The New York Times gaf út heimildarmynd um Britney sem fjallar um frægð hennar og deilur um velferð hennar. Myndin hefur fengið frábær viðbrögð frá bæði gagnrýnendum og aðdáendum stjörnunnar. Fjöldi stjarna horfðu á myndina og lýstu yfir stuðningi sýnum við Britney á samfélagsmiðlum.

Tjáir sig í fyrsta sinn

Það eru tæplega tveir mánuðir síðan myndin kom út og hefur Britney hingað til verið hljóðlát. En í gær tjáði hún sig í fyrsta skipti um myndina og hvaða áhrif hún hefur haft á líf hennar.

„Það þarf mikinn styrk treysta alheiminum því ég hef alltaf verið svo dæmd, móðguð og niðurlægð af fjölmiðlum, og það er enn að gerast! […] Ég horfði ekki á heimildarmyndina en af því sem ég sá af henni þá skammaðist ég mín fyrir þá mynd sem var dregin upp af mér.

„Ég grét í tvær vikur og tja, ég græt ennþá stundum! Ég gerði það sem ég get í eigin andlega lífi með mér sjálfri og reyni að vera hamingjusöm […] Að dansa færir mér hamingju! Ég er ekki hér til að vera fullkomin, það er leiðinlegt að vera fullkomin. Ég er hér til að breiða út vinsemd.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt