fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Fókus

Kris Jenner brotnar niður í nýrri stiklu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. mars 2021 11:18

Skjáskot/E!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kris Jenner, ættmóðir Kardashian-Jenner klansins, brotnar niður í nýrri stiklu fyrir næstu, og jafnframt síðustu, þáttaröð af Keeping Up With The Kardashians.

Raunveruleikaþættirnir hófu göngu sína á E! News fyrir fjórtán árum síðan og hafa tuttugu þáttaraðir komið út. En endalokin nálgast og virðist Kris eiga erfitt með að sætta sig við það.

Í stiklunni, sem má sjá hér að neðan, ræðir Kris við tvær vinkonur sínar, þær Kyle Richards og Faye Resnick í Palm Springs. Kærasti Kris, Corey Gamble, segir dömunum að „drottningin“ sé búin að vera „mjög leið“ varðandi endalok þáttarins.

„Bara því þetta er erfitt, það er erfitt að hugsa um endalokin,“ segir Kris á meðan hún þurrkar burtu tárin.

Faye spyr af hverju fjölskyldan ætlar að hætta með þættina og Kyle minnir hana á að þetta getur verið „mjög flókið með svona marga einstaklinga.“

Kris tekur undir. „Þetta er flókið. Það eru allir þessir mismunandi persónuleikar og fólk og börn og barnabörn og allir að hugsa: „Hvað er það besta fyrir alla? Og hvenær er rétta augnablikið?“ Þetta hefur verið mjög krefjandi og erfitt.“

Ást á tökuliðinu

Síðan beinir Kris orðum sínum að tökuliðinu. „Allir sem eru í þessu herbergi eru fjölskylda mín. Frá fyrsta degi, fyrstu þáttaröð. Allt sem við höfum gert höfum við gert saman. Hvort sem það eru ferðalög, fæðingar, hjónabönd, skilnaðir. Allt hefur verið svo opinbert. Það er hluti af lífinu okkar.“

Kris segir að það sem hafi verið erfiðast í þessu öllu saman var að segja tökuliðinu.

„Við elskum hvert annað svo mikið,“ segir hún.

„Við elskum þig,“ svarar tökuliðið.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega