fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. mars 2021 22:00

Dr Joe Kort.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr Joe Kort er kynlífssérfræðingur frá Bandaríkjunum og segir að karlmenn geti vel verið gagnkynhneigðir og sofið hjá öðrum karlmönnum.

Joe útskýrir þetta í myndbandaseríu á TikTok. Myndböndin hafa vakið mikla athygli þar sem Joe heldur því fram að „þegar gagnkynheigðir karlmenn stunda kynlíf með karlmönnum þá er það ekki hommalegt, heldur gauralegt.“

„Karlmenn hafa hlutgert kynlíf á þann hátt að þetta snýst bara um verknaðinn, þetta snýst bara um að fá það,“ segir hann.

@drjoekortWhen ##straight ##men sleep with men it’s a ##gay thing not a guy thing. ##lgbtq ##sexuality ##sexualfluidity♬ Sugarcrash! – ElyOtto

Dr Joe Kort er sambands- og kynlífssérfræðingur með doktors-gráðu í klínískri kynfræði. Hann vinnur sem sálmeðferðarfræðingur og sambandsráðgjafi, og hefur skrifað nokkrar bækur um kynhneigð.

Undanfarið hefur hann notið mikilla vinsælda á TikTok og er nú með um 300 þúsund fylgjendur.

Mynd/Getty

Joe er sjálfur samkynhneigður og kom út úr skápnum þegar hann var fjórtán ára gamall. En hann trúir því að „kynferðisleg hegðun ræður ekki kynhneigð okkar.“

Staðhæfingar Dr Joe hafa skapað líflega umræðu um kynhneigð. Fjöldi netverja eru sammála um það að ef „gagnkynhneigður“ karlmaður sofi hjá öðrum karlmanni þá sé hann bara í afneitun og eigi eftir að koma út úr skápnum.

En nokkrir netverjar eru með Dr Joe í liði og segja að „þú getur borðað steik en samt verið vegan.“

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Samkvæmt Dr Joe eru nokkrar ástæður fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Sú algengasta er sú að þeir „laðast að kynlífsathöfninni, en ekki manninum.“

„Gagnkynhneigðir karlmenn laðast ekki að karlmönnum, þeir laðast að kynlífi með karlmönnum,“ segir hann í myndbandi á TikTok.

„Gæti það þýtt að þessir menn séu samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir? Algjörlega, en það kemur í ljós með tímanum og aðeins þeir geta áttað sig á því.“

Önnur ástæða fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum er sú að þeir séu fullir sjálfsaðdáunar (e. narcissistic) og vilja vera dýrkaðir og dáðir í svefnherberginu, eitthvað sem karlmenn gera meira af en konur.

„Gagnkynhneigður karlmaður sem stundar kynlíf með öðrum karlmanni er til í það, því gaurinn er hrifinn af honum, þetta snýst allt um hann,“ segir hann.

Dr Joe nefnir aðra ástæðu, að karlmaður sé haldinn gægjuþörf (e. voyeurism) og konur eru ekki jafn hrifnar af því og karlmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim“

„Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim“
Fókus
Í gær

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“