fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Synirnir reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu móðurinnar

Fókus
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja barna móðir hefur ákveðið að stíga fram og segja sögu sína eftir að synir hennar þrír voru reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu hennar.

Síðan OnlyFans.com hefur verið til talsverðar umræðu undanfarna mánuði. Í umfjöllun DV í fyrra var greint frá því að íslenskar konur væru að ryðja sér til rúms á síðunni. OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

Mynd/People

Crystal Jackson, 44 ára, selur efni á OnlyFans og græðir yfir nítján milljónir króna á mánuði. Hún á þrjá syni sem gengu í kaþólskan skóla í Kaliforníu, en eftir að starfsfólk skólans komst að atvinnu hennar voru þeir reknir.

Crystal tjáir sig um málið í samtali við People. Hún segist vera bálreið yfir viðbrögðum skólans við myndunum hennar á OnlyFans. Aðrir foreldrar í skólanum deildu myndunum áfram sem endaði með því að synir hennar, sem eru átta, tíu og tólf ára, voru reknir.

„Synir mínir hafa ekki gert neinum mein og  það eina sem þetta gerir er að særa þá,“ segir Crystal og bætir við að henni sé sama ef fólk ræðst á hana, en það sé óásættanlegt að láta þetta bitna á börnunum.

„Ég vildi ekki vekja athygli á þessu, en á einhverjum tímapunkti verður maður að segja hingað og ekki lengra því þessi hegðun er ógeðsleg,“ segir hún.

Mynd/People

Crystal og eiginmaður hennar til fjórtán ára, Chris, byrjuðu á OnlyFans í september 2019. Þau voru á þeim tíma að glíma við hjónabandserfiðleika og voru nálægt því að skilja. Þau ákváðu að fara róttæka leið til að bjarga hjónabandinu og Crystal skráði sig á OnlyFans.

Crystal hélt að enginn myndi sjá myndirnar eða hafa áhuga á efninu frá henni. „Enginn vill sjá mömmu, það er fáránlegt,“ sagði hún. En hún hafði heldur betur rangt fyrir sér. „Mamman í næsta húsi“ var einmitt það sem vakti svona mikla lukku meðal netverja.

Þau græddu rúmlega 1,7 milljón krónur á fyrsta mánuðinum og er óhætt að segja að það hafi komið þeim verulega á óvart. Þau græða núna um 19 milljónir króna á mánuði fyrir að deila daglegum myndum og færslum sem eru „frekar stilltar“ og ekkert klámfengnar að hennar sögn.

„Þetta er leið fyrir okkur til að auka nándina í sambandinu,  og ég fæ að upplifa draumóra mína,“ segir Crystal. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að taka svona myndir. Þetta hefur gert hjónabandið svo miklu betra.“

Mynd/People

Crystal segir að nokkrar mæður í skólanum hafi gengið svo langt að prenta út myndir af OnlyFans-síðunni hennar, setja þær í umslag og senda nafnlaust á skólastjórann, biskupinn og kirkjuna.

Eftir nokkurra mánaða deilur voru drengirnir að lokum reknir úr skólanum. Crystal segir að drengirnir hefðu farið í „uppnám“ yfir því, en vita ekki smáatriðin varðandi málið, annað en að „mamma er stór fyrirsæta á internetinu.“

Crystal er mjög reið yfir gangi mála og segir að það komi ekki neinum við hvað hún og eiginmaður hennar gera í frítíma sínum. „Ef konur gætu bara stutt hver aðra, þá væri heimurinn miklu betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta