fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Þetta gerði Svanhildur til að velja réttu gjöfina fyrir Loga – „Þetta var svo ógeðslega asnalegt“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 19:30

Myndin er samsett - Mynd af Svanhildi og Loga: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þekkja allir fólkið sem erfiðast er að gefa gjafir en það er fólkið sem á allt. Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, segir að eiginmaður sinn, fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann, sé í þessum hópi sem allt á og veit aldrei hvað hann vill í gjafir.

Svanhildur ræddi um það erfiða verkefni að finna gjöf handa eiginmanni sínum í Síðdegisþættinum á K100, útvarpsþætti Loga og Sigga Gunnars á, en Logi átti afmæli í gær, þann 2. desember.

„Eins og það sé ekki nógu ógeðslega ósanngjarnt að eiga bæði afmæli og hafa jól þá þurfi það að gerast í sama mánuðinum hjá þessum manni sem á allt og kaupir sér allt sjálfur ef hann langar í eitthvað og er svo líka bara óþægilega nægjusamur,“ segir Svanhildur og lýsir því svo hvað hún gerði til að finna réttu gjöfina.

„Ég fór í gær og mátaði sex týpur af koddum,“ segir hún og bætir við að það hefði einhver átt að taka hana upp í þessu verkefni sínu. „Þetta var svo ógeðslega asnalegt.“

Svanhildur var liggjandi uppi í rúmi á eins dýnu og hún og Logi eru með heima hjá sér. Að hennar sögn var það til þess að gera „vísindalega úttekt“ á því hvernig koddarnir hentuðu með eins dýnu og þau eiga.

„Svo endaði ég á að kaupa svona heilsukodda af því að hann er svona heilsukoddaperri og er alltaf að kvarta undan bakinu á sér og hálsinum og eitthvað.“

Svanhildur segir þá að Logi brölti yfirleitt mikið á nóttunni en þessi nýji koddi náði að koma í veg fyrir það í nótti. „Hann vakti mig aldrei í nótt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“