fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Þórdís Elva opnar sig um erfiðleika – „Fyrir ári síðan var hjónabandið okkar búið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. desember 2021 11:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi, opnar sig um hjónabandserfiðleika í einlægri færslu á Instagram.

Fyrir ári síðan var hjónaband hennar og eiginmanns hennar, Víðis Guðmundssonar, búið. Þau voru að undirbúa sig fyrir að segja börnunum frá því þegar þau loksins töluðu almennilega saman og tókst að bjarga sambandinu.

„Fyrir einu ári síðan var hjónabandið okkar búið. Hjónabandsráðgjafinn okkar […] sagði: „Frá mínu sjónarhorni er það eina sem er eftir að ákveða hvernig þið segið börnunum,““ segir Þórdís Elva.

„Að eiga fyrirbura, ásamt því að eignast tvíbura, eykur líkurnar á skilnaði um heil 43 prósent. Bættu heimsfaraldrinum við það, kulnun, að búa í landi langt frá fjölskyldu og vinum sem geta hjálpað, bættu við stressinu í kringum tvö andlát í fjölskyldunni – og meira að segja sterkustu samböndin geta splundrast. Þreytt hjörtu eiga það til að loka sig af til að spara orku, þegar lausnin er í raun þveröfugt: Að opna sig upp á gátt.“

Þórdís segir frá því þegar þau komu heim eftir tímann hjá ráðgjafanum. „Í fyrsta skipti í mörg ár þá töluðum við saman. Raunverulega töluðum saman. Við höfðum engu að tapa og það gerði okkur hreinskilin og opin. Við sögðum það sem ekki hafði heyrst fyrir barnsgráti og hversu yfirþyrmandi líf okkar var. Það góða, það slæma og það ljóta. Þetta var sárt, eins og að borða glerbrot,“ segir Þórdís Elva og bætir við að þau hefðu ákveðið að púsla saman hjónabandinu.

„Hægt og rólega tókst okkur að byggja upp nýtt samband […] Núna tölum við saman, líka þegar það er mikið að gera. Og við vitum betur en að loka okkur af þegar lífið verður erfitt.“

Nauðsynlegt að brenna til að rísa upp úr öskunni

Síðustu fjóra daga hafa hjónin haft það notalegt saman barnlaus í Stokkhólmi. Rómantíkin hefur verið allsráðandi og þau hafa talað mikið saman.

Þórdís segir að hún sé að deila þessu sem áminningu um að ef fólk er að upplifa svipaða hluti í sínu sambandi þá er það ekki einsamalt. „Stundum er það besta sem getur gerst fyrir hjónaband er að fólk áttar sig á að það sé brotið. Ég veit hversu ógnvekjandi það er, en ef þú brennur það ekki þá geturðu ekki risið upp úr öskunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni