fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wendy-Ann Paige skaust upp á stjörnuhimininn snemma á tíunda áratug síðustu aldar þegar hún lék í kynlífskennslumyndbandinu The Lovers Guide.

Það er óhætt að segja að myndin hefði brotið blað í sögunni og gert allt vitlaust á sínum tíma. Þetta var í fyrsta sinn sem svona grafískt kennslumyndband var gefið út og sló það sölumet í Bretlandi.

Nú eru liðin 30 ár síðan myndin kom út og ræðir The Sun við Wendy-Ann í tilefni þess. Hún rifjar upp hvernig þetta allt saman byrjaði, frægðina sem tók við og hvernig hún endaði með rándýra kókaínfíkn því kynlífið með eiginmanninum var ekki lengur að seðja gífurlegri þörf hennar.

Wendy-Ann og Tony.

Wendy-Ann var ósköp venjuleg kona áður en hún varð stórstjarna. Hún var 28 ára og stödd í matvöruverslun þegar Tony Duffield, sem einnig leikur í myndinni, kom upp að henni og kynnti sig. Hann var giftur á þeim tíma en var í opnu hjónabandi. „Hann var giftur og átti barn með annarri konu. En hann hætti ekki að eltast við mig. Ég gafst upp á endanum. Tony og fyrrverandi eiginkona hans voru „swingerar“ og auglýstu eftir „alvöru fólki“ til að koma fram í kynlífskennslumyndbandi. Hann fór frá eiginkonu sinni fyrir mig og spurði hvort ég vildi koma fram í myndbandinu í staðinn,“ segir Wendy.

Hún viðurkennir að hún var orðin þreytt á starfi sínu sem markaðsstjóri og var tilbúin að breyta til. Hún rifjar upp frekar óhefðbundna áheyrnarprufu með læknasérfræðingi myndbandsins.

„Hann sagði: „Komdu heim til mín og ef þú getur legið á gólfinu og fróað þér fyrir framan mig þá geturðu gert það fyrir framan heilt tökulið.“ Ég var ekki stressuð. Þetta var mér eðlislægt. Ég skemmti mér vel og eftir að ég fékk fullnægingu sagði hann: „Þú ert ráðin!““

Wendy-Ann og Tony.

Vinsælli en Litla Hafmeyjan

Í viðtalinu fer Wendy-Ann yfir hvernig tökurnar fóru fram. Hún segir að allar fullnægingarnar í myndinni hefðu verið alvöru. „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta. Doctor Stanway var mjög alvara með það. Hann var með háa staðla,“ segir hún.

Wendy-Ann segir frá einu atriði sem var klippt úr myndinni, „Við Tony stunduðum kynlíf í kirkjugarði upp við gamlan legstein. „Myndin var nógu umdeild, við þurftum ekki að bæta við kynlífi nálægt dauðu fólki við hana,“ segir hún.

Þegar myndin kom út rauk hún upp sölulista og toppaði bæði Litlu Hafmeyjuna frá Disney og spennumyndina Die Hard. Wendy-Ann varð stjarna yfir nóttu.

„Þetta var klikkað. Blaðamenn eltu mig á röndum, ég þurfti að eyða hálftíma í að farða mig á hverjum morgni áður en ég fór út úr húsi,“ segir hún.

Fannst kókaín betra en kynlíf með karlinum

Wendy-Ann mokaði inn seðlum og djammaði með rokkstjörnum. Hún og Tony giftust í Las Vegas árið 1992 en fljótlega fóru að koma brestir í hjónabandið. Hún segir Tony gat ekki „haldið í við hana“ í svefnherberginu.

„Mér leiddist. Ég vildi ævintýragjarnara kynlíf. Ég elskaði kynlíf og var með með mikla lyst fyrir því. Hann fór í hjartaþræðingu og gat ekki haldið í við mig og lá bara á bakinu,“ segir hún og bætir við að hún hefði byrjað að nota kókaín til að seðja þörfina.

„Ég komst að því að kókaín væri ánægjulegra en kynlíf með Tony,“ segir hún og hlær. „Um tíma var ég að eyða tólf milljónum krónum á ári í kókaín.“

Árið 2000 skildu þau hjónin að borði og sæng og svo endanlega árið 2006.

Frægðin og rokkstjörnulífsstíllinn tóku á Wendy-Ann og var hún greind með áfallastreituröskun (e. PTSD) í kringum aldamótin. „Ég hætti að fá atvinnutilboð, peningarnir hurfu en þetta er allt í frekari mikilli móðu því ég var á sterkum lyfjum til að eiga við áfallastreituröskunina,“ segir hún.

„Lífið mitt er allt öðruvísi núna.“ Wendy-Ann býr í lítilli íbúð í London. „Ég sakna gamla lífs míns. Allt hefur breyst svo mikið og fólk kannast ekki við mig lengur. Ég er einhleyp og er í leit að ástinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022