fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Fókus
Miðvikudaginn 1. desember 2021 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Will og Jada Smith hafa undanfarið farið í fjölda viðtala, hlaðvarpa auk þess sem Will hefur gefið út ævisögu, og talað þar opinskátt um samlíf þeirra og uppáferðir. Þessi viðtöl eru orðin svo mörg og upplýsingarnar um einkalíf þeirra svo miklar að margir eru komnir með nóg.

Því hefur einn aðili hafið söfnun undirskrifta þar sem skorað er á fjölmiðla að hætta að taka viðtöl við hjónin og sem stendur eru komin á þriðja þúsund undirskrifta.

Margir þeirra sem skrifað hafa undir hafa deilt smá texta þar sem undirskrift þeirra er rökstudd.

Einn vísar til þess að nýlega hafi fjölmiðlar fjallað um kafla í nýrri ævisögu Will þar sem hann greindi frá því að hann hafi orðið svo heltekinn af kynlífsfíkn að hann fann til ógleði og kastaði jafnvel upp eftir samfarir.

„Þetta með uppköstin var dropinn sem fyllti mælinn“ 

Annar skrifaði hreinlega: „Það er ekki allt sem á erindi við almenning.“

Önnur dæmi um athugasemdir þeirra sem skrifa undir eru:

„Allt sem ég læri um þessi hjón er gegn mínum vilja. Bjargið okkur.“ 

„Ég hef komist að meiru um þessa fjölskyldu á síðustu þremur mánuðum en ég hef síðast áratuginn“

„Ég er komin með nóg að heyra um allt dramað sem á sér stað í þeirra einkalíf. Þetta er þreytandi. Ég er búin að loka á nöfn þeirra alls staðar en samt sé ég svona fréttir.“ 

„Eyru mín og augu þola ekki mikið meir. Ég elskaði þau því þau voru fyrirmyndarhjón í mínum augum en nú þoli ég ekki að sjá fréttir um þau lengur.“ 

„Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

„Enginn vill heyra um kynlífið ykkar. Hættið“ 

Plís. Ég kem engu í verk og það er allt þeim að kenna“ 

„Ég er kominn með nóg af því að heyra sögur um hverjum þau eru að sofa hjá fyrir utan hjónaband sitt…. skiljið eða þegið.“ 

Sjá einnig:

Will Smith viðurkennir að hann og Jada séu í opnu sambandi

Jada Pinkett Smith opnar sig um kynlíf hennar og Will Smith

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

„Ég ætlaði að fullnægja henni eða deyja við að reyna það“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“