fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Fókus
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 22:30

Will Smith og Jada Pinkett Smith. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Will Smith hefur undanfarin misseri talað opinskátt og mikið um kynlífið sem hann hefur stundað í gegnum tíðina. Einkum gerðist hann opinskár í nýrri ævisögu sinni, Will, sem kom út fyrr í þessum mánuði.

Þar greinir hann frá því að hann hafi á einum tíma í lífi sínu stundað ofgnótt af kynlífi í kjölfar sinna fyrstu sambandsslita.

„Mig bráðvantaði að losna undan sársaukanum en það eru ekki til nein lyf við ástarsorg. Ég sneri mér þá að smáskammtalækningum sem fólust í því að versla og stunda ofgnótt af samförum.“ 

Sambandsslitin höfðu átt sér stað í kjölfar þess að þáverandi kærastan hélt framhjá honum og átti leikarinn erfitt með að glíma við ástarsorgina.

„Næstu mánuðina varð ég algjör ghettó hýena. Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum, og það var í fullkominni andstöðu við það hver ég er. Ég þróaði með mér sálvefrænn viðbrögð við því að fá fullnægingu.“ 

Smith segir að á þessum tíma hafi kynlíf „bókstaflega látið mig kúgast og jafnvel kasta upp.“

Will segir að á þessum tíma hafi hann þráð það eitt að losna undan sársaukanum.

„Samt í hvert einasta skiptið þá bað ég til Guðs að þessi fallega ókunnuga kona væri sú eina rétta sem gæti elskað mig og látið sársaukann hverfa.“ 

Will hefur einnig undanfarið talað opinskátt um hjónaband hans og eiginkonu hans, Jada Pinkett Smith, þar á meðal um kynlíf þeirra hjóna.

Sjá einnig: „Ég ætlaði að fullnægja henni eða deyja við að reyna það“

1

Sjá einnig: Jada Pinkett Smith opnar sig um kynlíf hennar og Will Smith

„Will og Jada eru búin að opna sig nóg. Það er tími til að loka aftur á þessa umræðu. Plís,“ skrifar einn á Twitter.

„Á þessum tímapunkti veit ég meira um hjónaband Jada og Will heldur en um hjónaband foreldra minna, og það sem verra er, þá langaði mig ekkert til þess,“ skrifar annar.

Hér má sjá nokkur fleiri tíst:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“