fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Samúel tekur bardagann sem við hunsuðum – „Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi“

Fókus
Miðvikudaginn 8. desember 2021 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli.“

Á þessum orðum hefst skoðanagrein Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns, gegn óværunni sem birtist fyrr í dag á Vísi.

„Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei!“ skrifar Samúel og ljóst er að margir sem hafa sturtað í sig volgum gosdrykkjum í flýti eru sammála.

Samúel bendir á að tímasparnaður sem felst í opnum kælum sé lítill sem enginn.

„Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. “

Að mati blaðamannsins er um að ræða baráttumál sem ekki hefur farið hátt en tími sé til kominn að opna umræðuna. Flestir neytendur reyni að næla sér í öftustu og köldustu drykkina. Að mati Samúels er fjöldinn sem þráir lokaða kæla líklega tugþúsundir.

Enn syrtir svo í álinn þegar samanburður er gerður á orkunotkun.

„Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina,“ skrifar Samúel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins