fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Fyrsta verk leiðtoga í nýju lýðveldi útnefna Rihönnu sem þjóðhetju

Fókus
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 12:00

Rihanna við athöfnina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var um dýrðir í Bridgetown, höfuðborgar Barbados, í nótt þegar nýfengu lýðveldi landsins var fagnað. Frá árinu 1966 hefur Barbados verið sjálfstætt landi en skilgreint sem þingbundið konungsríki. Þjóðhöfðingi landsins hefur síðan verið Elísabet Bretlandsdrottning en í nótt var þeim tengslum slitið með mestu vinsemd þó landið verði áfram hluti af breska samveldinu.

Til marks um það var Karl Bretaprins viðstaddur hátíðarhöldin og færði landsmönnum hins nýja lýðveldis hlýjar kveðjur. Hann fékk einnig afhenta frelsisorðu landsins við hátíðlega athöfn.

Karl Bretaprins tók við frelsisorðu Barbados

Landstjóri Barbados, Sandra Mason, var útnefnd forseti Barbados og þjóðhöfðingi. Hennar fyrsta verk var að útnefna söngkonuna Rihönnu sem þjóðhetju landsins. Söngkonan, sem heitir fullu nafni Robin Rihanna Fenty, fæddist í Barbados árið 1988 en fluttist til Bandaríkjanna þegar hún var 16 ára gömul. Hún hefur haldið góðum tengslum við heimaland sitt á meðan hún hefur verið upptekinn við að syngja sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar allrar.

Rihanna er orðin þjóðhetja í Barbados

Hún er í dag ein allra þekktasta og auðugasta söngkona heims og eru eyjaskeggjar í Barbados greinilega afar hreyknir af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Erfiður lífsstíll að vera milf“

Vikan á Instagram – „Erfiður lífsstíll að vera milf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verbúðin toppar sig aftur – Á tali með Hemma Gunn breyttist í Jerry Springer

Verbúðin toppar sig aftur – Á tali með Hemma Gunn breyttist í Jerry Springer