fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Raunveruleikastjarna blæs á „ógeðslegar“ sögusagnir um son sinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. nóvember 2021 13:32

Christine Quinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine Quinn hefur slegið í gegn í vinsælu raunveruleikaþáttunum Selling Sunset á Netflix. Fjórða þáttaröðin kom út á streymisveitunni í síðustu viku.

Í þáttaröðinni er fylgst með meðgöngu Christine og lífi hennar sem nýbakaðrar móður. En það virðast ekki allir „kaupa“ það og ganga kjaftasögur um meðgönguna og Christine.

Raunveruleikastjarnan lætur í sér heyra og kallar þessar kjaftasögur „fokking ógeðslegar“ í Story á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ChristineQuinn (@thechristinequinn)

Christine deildi skjáskoti af einkaskilaboðum sem hún fékk frá ónefndum netverja. Aðilinn sakaði hana um að hafa „feikað“ meðgönguna. Us Weekly greinir frá.

„Af hverju þóttistu vera ólétt? Það er alveg í lagi að vera með staðgöngumóður en ekki setja óraunhæfar væntingar fyrir nýbakaðar mæður þegar hún gekkst ekki einu sinni sjálf með barnið. Það er blekkjandi og skammarlegt,“ sagði netverjinn.

Christine svaraði: „Ókei þið eruð öll fokking ógeðsleg.“

Hún tjáði sig nánar um málið á Twitter. „Fyrir ykkur sem eruð enn brjáluð út af óléttumálinu, farið á Instagram hjá mér og skoðið Story, og biðjist afsökunar. Þetta er í alvöru svo særandi,“ sagði hún.

„Þú getur birt mynd af þér fæða barnið en það verður samt eitthvað fólk sem trúir þér ekki. Frekar ógeðslegt,“ sagði einn fylgjandi hennar og tók Christine undir. „Haha, svo satt.“

Raunveruleikastjarnan, 33 ára, og eiginmaður hennar Christian Richard, eignuðust sitt fyrsta barn í maí 2021. Drengurinn fékk nafnið Christian Georges Dumontet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag