fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Barðist við grátinn eftir að deitið sendi hana heim – „Hver gerir svona?“

Fókus
Mánudaginn 22. nóvember 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið með sældinni að vera í makaleit. Því fékk kona nokkur á TikTok að kynnast nýlega en hún greindi frá niðurlægjandi reynslu sem hún gekk í gegnum nýlega í myndbandi sem hefur vakið mikla athygli.

Konan, sem kallar sig Nikki, deildi myndbandi sem hefst á því að sýna mynd af henni í bifreið skutlara hjá Uber og svo birtist texti sem segir hvað hafði átt sér stað.

„Ég sagði: „Ég ætla að vera í þessu á viðburðinum eða ég fer heim.“ Hann svaraði: „Má ég hringja á Uber fyrir þig.“ Svo ég er núna í Uber á leiðinni heim.“

Á næstu mynd skrifar Nikki: „Er brosandi núna en á sama tíma er ég að reyna að bresta ekki í grát.“

Svo segir hún: „Ég er bara svo leið því ég eyddi svo miklum tima í að reyna að gera mig sæta. Og hann sendi mig heim í Uber. Hver gerir svona? Hann sendi mig heim með ókunnugum á föstudagskvöldi.“

 

@nikki.jabs Reply to @spinnyg ♬ All Too Well (10 Minute Version) (Taylor’s Version) (From The Vault) – Taylor Swift

Í öðru myndbandi deildi Nikki því að þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem þessi maður gerði athugasemd við klæðaburð hennar. „Þetta byrjaði með litlum athugasemdum hér og þar í gegnum síðustu vikurnar eins og – Af hverju ertu í hælum? Ég kann betur við það þegar þú ert í tennisskóm.- Af hverju ertu svona mikið máluð? Ég kann betur við það þegar þú ert náttúruleg.“

Hún segir að eftir þessa uppákomu með Uber-bílinn hafi hún þurft að fara heim til mannsins til að sækja tölvuna sína og þá hafi hann grátbeðið hana um að fara ekki.

„Hann reyndi að faðma mig en ég tók það ekki í mál. Ég snerti hann ekki og ég stoppaði ekki.“

Fólk í athugasemdum segir að Nikki hafi verið heppin að sleppa undan þessum manni því hann væri greinilega með eitraðan persónuleika.

„Hann á eftir að biðjast afsökunar og grátbiðja þig um að koma aftur. Gerðu það ekki hlusta á hann, þetta mun bara verða verra. Þú ert falleg og átt betra skilið.“

Annar bætti við og sagði: „Taktu eftir að þetta er bara byrjunin. Þetta er hann á þeim tíma sem hann hagar sér sem best. Hlauptu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri