fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Fókus

Segir þetta vera það sem konur vilja í rúminu – Ákveðni og hrós á listanum

Fókus
Þriðjudaginn 5. október 2021 20:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dana Kuritzkes gefur ráð varðandi stefnumót, kynlíf og öllu tengt tilhugalífinu á samfélagsmiðlum. Hún er með rúmlega 160 þúsund fylgjendur á TikTok og fór eitt myndbanda hennar nýlega eins og eldur í sinu um netheima.

Í því opinberar hún það sem hún segir konur „raunverulega“ vilja í rúminu. Hún tekur það þó skýrt fram að hún getur aðeins talað út frá sinni reynslu, reynslu vinkvenna sinna og kvenna sem hún hefur talað við. Hún er ekki að tala fyrir hönd allra kvenmanna alls staðar.

Hér er það sem konur vilja raunverulega í rúminu samkvæmt Dönu.

„Númer eitt, það þarf að hita okkur upp.

Þú myndir ekki setja kalkún í kaldan ofn. Sama með okkur. Hitið okkur upp þar til það fer að kvikna í okkur,“ segir hún.

„Númer tvö, þú verður að vera ákveðinn.

Það er munur á því að vera ákveðinn og ágengur (e. assertive and aggresive). Ég vil minna á að ég tala aðeins út frá minni reynslu og reynslu vinkvenna minna, en við erum hrifnar af því þegar okkur er sagt hvað við eigum að gera. Það sýnir okkur að þú sért öruggur og öruggur í því sem þú ert að gera og það er heitt.“

Mynd/Getty

„Númer þrjú, við viljum láta „strjúka egó-inu“ okkar.

Hafið það í huga að konur eru ótrúlega sjálfsmeðvitaðar, þannig því oftar sem þú segir okkur að þú fílir þetta, því betra. Segðu að við séum heitar, segðu að þú sért að njóta þess sem þú ert að gera við okkur. Dæmi: Ég elska hvernig X þín X. Þið getið fyllt í eyðurnar.“

„Númer fjögur, þú þarft að læra að geta gert margt í einu.

Það sem ég á við með því er að þú átt að nota fingurnar meira. Sérstaklega þegar þú ert fyrir sunnan.“

Ekki gleyma fingrunum þegar þú ert á svæðinu fyrir sunnan segir Dana.

„Númer fimm, segðu okkur að taka okkar tíma.

Við konur erum oft að hugsa svo mikið að um leið og þú segir okkur að taka því rólega þá náum við að slaka meira á og  finnum ekki fyrir sömu pressu,“ segir Dana.

Hún mælir einnig með því að nota kynlífstæki. „Kynlífstæki eru vinir þínir, ekki óvinir,“ segir hún.

„Númer sex, sendu kynþokkafull skilaboð.

Sendu okkur skilaboð og segðu að þú getur ekki beðið eftir því að hitta okkur og segðu hvað þú ætlar að gera við okkur þegar það gerist.“

„Númer sjö, komdu okkur á óvart með því að prófa eitthvað nýtt.

„Á meðan báðum aðilum líður vel,“ tekur hún fram.

@the_d_spotCan’t believe I’m telling you this for free. ##datingadvice ##datingtips ##datingadviceformen ##singlelife ##millennial♬ original sound – The D Spot

Myndbandið hefur fengið tæplega sjö milljónir í áhorf og yfir 550 þúsund „likes.“ Fjöldi kvenna taka undir með Dönu.

„Augnablikið sem hann spyr: „Ertu nálægt?“ þá er hann búinn að eyðileggja alla vinnuna sem hann lagði inn,“ segir einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum
Fókus
Í gær

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur
Fókus
Í gær

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“
Fókus
Í gær

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra