fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Einfætt fyrirsæta sökuð um að vera tvífætt -„Ég hef alltaf staðið upp úr“

Fókus
Miðvikudaginn 20. október 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cherie Louise er 29 ára einfætt fyrirsæta sem hefur mátt sæta rætnum árásum nettrölla á samfélagsmiðlum sem saka hana um að nota myndvinnsluforrit til að þykjast vera einfætt.

Louise segir ásakanirnar fáránlegar. Það hafi hana heilu árin að verða nægilega sátt í eigið skinni til að þora að eltast við fyrirsætudrauminn eftir aflima þurfti vinstri fót hennar til að bjarga lífi hennar er hún var sex ára og glímdi við beinkrabbamein.

Hins vegar virðast netverjar ekki sannfærðir um að Louise sé að segja satt og hafa sumir sakað hana um að gera sér upp fótaleysið til að fá fleiri fylgjendur.

„Fólk á netinu sakar mig um að þykjast hafa einn fót og halda því fram að ég noti Photoshop til að fjarlægja vinstri fótinn minn af myndum bara til að fá meiri athygli,“ segir Louise.

Hún bendir á að hún hafi ekki bara tapað fætinum vegna krabbameinsins heldur einnig hluta af lífbeininu, en vegna þess sé erfitt fyrir hana að nota gerviútlim.

„Fólk telur sig einnig sjá eitthvað speglast á gólfinu og telja það sönnum fyrir því að ég hafi photoshoppað fótinn minn burt. Ég veit að þessar athugasemdir eru galnar og auðvelt að afsanna þær og sumir hefðu kannski litið á svona ásakanir sem fyndnar. 

Mér finnst þetta samt pirrandi, í ljósi þess hvað ég hef þurft að þola til að lifa af, að fólk sé að gera lítið úr því og kalla það lygi og myndvinnslu. Ég hef alltaf staðið upp úr, og það lét mig á endanum draga mig í hlé frá hlutum sem gætu vakið athygli á mér, svo sem að spila íþróttir. Ég gekk í gegnum restina af minni skólagöngu þar sem ég reyni að fara bara með veggjum.“

Viss þáttaskil urðu hjá Louise þegar hún sá myndir af annari einfættri fyrirsætu sem sýndi fötlun sína og ör stolt.  Hún vildi gera það sama – vera fulltrúi fólks með fötlun í fyrirsætubransanum og kannski geta orðið innblástur fyrir einhvern annan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni