fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Segir þetta ástæðuna fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti

Fókus
Mánudaginn 18. október 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru skiptar skoðanir á því hversu lengi eigi að bíða eftir því að sofa hjá í upphafi sambanda og hafa margir sett sér viðmið eða reglur sem gjarnan miða við fjölda stefnumóta sem par hefur farið á eða hversu lengi maður hefur þekkt viðkomandi. Kona nokkur á TikTok segir þó að það sé mikilvægt að bíða ekki með það, helst eigi að ljúka þessu af á fyrsta stefnumóti – það hafi hún lært af reynslunni.

„Ok ég ætla að segja ykkur hvers vegna það er bráðnauðsynlegt að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti,“ segir Eve Cullin í myndbandi sem hún deildi á TikTok. Eve segir að hún hafi komist að þessari niðurstöðu eftir nýlega lífsreynslu.

„Ég var nýlega að hitta mann. Við vorum að fara hægt í sakirnar og vorum líklega búin að fara á bilinu 10-15 stefnumót áður en við sváfum saman, „segir Eve. Áður en hún og maðurinn stunduðu kynlíf í fyrsta skiptið spurði hún hann hvað honum þætti gott í kynlífinu og hvort hann væri með einhver blæti. Hann svaraði: „Nei, ég er ekki með nein sérstök blæti – engar sérþarfir.“

Þau hófust þá handa við lárétta limbóið. „Í fyrstu var þetta bara fínt, typpið hans var fínt, hann var fínn – en svo byrjaði hann að klæmast.“

Eve bendir á að það sé ekkert að því að klæmast, það geti verið kynþokkafullt og kryddað upp í kynlífinu. „En þessi maður var ekki að klæmast með neinum hefðbundnum hætti. Hann hefði bókstaflega getað sagt allt í heiminum – annað en það sem hann sagði.“

Það sem hann sagði var:

„Ójá, ójá – viltu að ég barni þig? Viltu að ég setji barn inn í þig svo allir viti að þú sért mín? Ójá viltu að ég barni þig.“

Eve segist ekki leggja það í vana sinn að blætisskamma aðra, en þetta hafi hreinlega verið alltof galið og auk þess hafi hún sérstaklega spurt hann fyrir kynlífið hvort hann væri með einhver blæti og hann hafi fullyrt að svo væri ekki.

„Þetta er það minnst kynþokkafulla sem maður getur mögulega sagt.“

Eve segir að maðurinn hafi beðið hana um að klæmast á móti. „Hverju í fjandanum vildi hann að ég svaraði honum? „Já viltu borga fyrir fóstureyðinguna mína?“;„Já viltu vera einstæður faðir?“ Hvað í fjáranum??“

Eve gat ekki hugsað sér að halda áfram að hitta manninn eftir þetta og sér eftir því að hafa sóað heilu mánuðunum í að kynnast honum. Hefði hún bara látið vaða á fyrsta stefnumóti hefði hún getað sparað sér þennan tíma.

„Stundið kynlíf á fyrsta stefnumóti – þið heyrðuð það fyrst hér. Ekki segja að ég hafi ekki varað ykkur við.“

 

 

@eveculling Instagram @ eveculling #TakeTheDayOffChallenge ♬ Calm LoFi song(882353) – S_R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs