fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Lífið sem klámstjörnuforeldrar – „Hinir foreldrarnir störðu á okkur en við bárum höfuðið hátt“

Fókus
Föstudaginn 1. október 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vinna að heiman hefur allt aðra merkingu fyrir foreldrana Jess Miller, 32 ára, og Mike Miller, 33 ára. Þau sögðu upp „venjulegu“ störfum sínum til að framleiða klám og þéna um rúmlega fimm milljónir á mánuði.

Áður störfuðu þau sem förðunarfræðingur og við viðburðarstjórnun og þénuðu þá um 350 þúsund krónur á mánuði. En tekjurnar hafa margfaldast eftir að þau skiptu um starfsgrein og byrjuðu að taka upp svefnherbergisathæfi sín og selja á netinu.

Parið er með síðu á OnlyFans, PornHub og þau framleiða einnig klám í beinni á síðunni Chasturbate.

„Við slógum strax í gegn sem var frekar spennandi,“ segir Jess í viðtali við Fabulous Digital.

Ári eftir að þau byrjuðu að selja erótískt myndefni höfðu þau þénað nóg og eignast nógu stóran aðdáendahóp til að einbeita sér að kláminu alfarið. Þau hafa þénað yfir 87 milljónir króna undanfarin tvö og hálft ár.

Klámstjörnuparið og foreldrarnir Jess og Mike.

Börnin vita sannleikann

Til að byrja með héldu þau nýja starfi sínu leyndu frá börnum Jess. Jess á tvö börn úr fyrra sambandi, dreng sem er sjö ára og stúlku sem er ellefu ára.

„Við höfum aldrei verið foreldrarnir sem felum eitthvað fyrir börnunum okkar,“ segir Jess og bætir við að þau hefðu ákveðið að byrja að gefa börnunum vísbendingar um starf þeirra í fyrra.

„Við grínuðumst fyrst með það. Við sögðum eitthvað eins og: „Mamma er ber að ofan fyrir framan myndavélina.““

Þau sögðu þeim að lokum allan sannleikann í fyrra. „Drengurinn er of ungur til að skilja almennilega hvað við gerum en þessi eldri var mjög þroskuð varðandi þetta og sagði að á meðan við séum hamingjusöm og elskum þau þá er þetta ekki vandamál,“ segir Mike.

„Að sjálfsögðu töluðum við um framtíðina og hvernig þetta verður. Við höfum alveg hugsað út í kostina og gallana. Sumir hafa brugðist mjög illa við þessu en þetta virkar fyrir okkur og flestum fjölskyldumeðlimum okkar er saman.“

Allir í skólanum komust að þessu

Parið byrjaði að gera myndbönd á TikTok þar sem þau auglýstu erótíska myndefnið sitt. En fljótlega sáu nemendur í skóla barnanna þeirra myndböndin.

„Við sögðum ekki dóttur okkar almennilega frá þessu fyrr en einhver í skólanum hennar sá TikTok-myndböndin okkar og fattaði að við værum klámstjörnur,“ segir Jess.

Þau viðurkenna að viðbrögð margra foreldra í skólanum hafa verið neikvæð. Jess rifjar upp daginn eftir að allir foreldrar skólans komust að sannleikanum. „Hinir foreldrarnir störðu á okkur en við bárum höfuðið hátt,“ segir hún.

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni á vef Fabulous Digital.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“