fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Harry Styles og Olivia Wilde nýjasta par Hollywood

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 08:28

Harry Styles og Olivia Wilde.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Styles og Olivia Wilde eru nýjasta par Hollywood. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa þau verið að stinga saman nefjum í nokkurt skeið en síðastliðna helgi fóru þau saman í brúðkaup og sást til þeirra haldast í hendur. Page Six greinir frá.

Tónlistarmaðurinn Harry Styles, 26 ára, og leikkonan Olivia Wilde, 36 ára, fóru saman í brúðkaup umboðsmanns þess fyrrnefnda, Jeff Azoff. Hér má sjá mynd af þeim haldast í hendur.

Harry og Olivia vinna saman um þessar mundir við spennutryllirinn Don‘t Worry Darling. Olivia er bæði leikstjóri og framleiðandi myndarinnar og fer Harry með hlutverk í henni.

Samkvæmt heimildarmanni E! News hegðuðu Olivia og Harry sér eins og par í brúðkaupinu og deildu hótelherbergi. Annar heimildarmaður sagði að Olivia og Harry hafa verið að hittast í einhvern tíma og hafa þeirra nánustu vinir vitað af því í nokkrar vikur.

Olivia var áður í sambandi með leikaranum Jason Sudeikis. Þau voru trúlofuð í sjö ár og eiga saman tvö börn. Þau greindu frá því í nóvember að þau höfðu sagt skilið við hvort annað fyrr á árinu en færu saman með forræði yfir börnunum og það gengi vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti
Fókus
Í gær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim“

„Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur