Þriðjudagur 02.mars 2021
Fókus

Þessi unnu íslensku bókmenntaverðlaunin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 20:41

Frá athöfninni á Bessastöðum. Höfundarnir hampa verðlaunagripum sínum. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í kvöld. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun í þremur flokkum bókmennta, í flokki fræðirita og almenns efnis, í flokki barna- og ungmennabókmennta og í flokki skáldverka.

Verðlaunin fyrir besta skáldverk ársins hlýtur Elísabet Jökulsdóttir fyrir bókina Aprílsólarkuldi: (Eitthvað alveg sérstakt): Frásögn um ást og geðveiki og huggun. Útgefandi er JPV útgáfa.

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hlutu verðlaunin í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bókina Blokkin á heimsenda. Útgefandi er Mál og menning.

Sumarliði R. Ísleifsson hreppti síðan fræðibókaverðlaunin fyrir verk sitt, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár. Útgefandi: Sögufélag.

DV óskar höfundunum og útgefendum þeirra innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bríet ætlaði að fá Bubba til að syngja með sér „Esjan“ en hætti við – Þetta er ástæðan

Bríet ætlaði að fá Bubba til að syngja með sér „Esjan“ en hætti við – Þetta er ástæðan
Fókus
Í gær

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum
Fókus
Í gær

Blaðamaður DV fórnar sér – Grænmeti í öll mál í 5 daga

Blaðamaður DV fórnar sér – Grænmeti í öll mál í 5 daga
Fókus
Í gær

Hélt að hún væri að góma eiginmanninn með annarri konu – Raunveruleikinn átti eftir að koma henni rækilega á óvart

Hélt að hún væri að góma eiginmanninn með annarri konu – Raunveruleikinn átti eftir að koma henni rækilega á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!