fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Tvítuga kærastan fékk nóg – Í sundur eftir að umdeildu einkaskilaboðin fóru í dreifingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:10

Amelia Hamlin, Scott Disick og Kourtney Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick hefur ekki átt sjö dagana sæla. Ekki nóg með vera „niðurlægður“ eftir að einkaskilaboð hans um samband fyrrverandi eiginkonu hans, Kourtney Kardashian, voru opinberuð, þá er samband hans á hálum ís. E! News greinir frá.

Til að gera langa sögu stutta voru raunveruleikastjörnurnar Scott Disick og Kourtney Kardashian saman í tæpan áratug áður en þau skildu árið 2015. Þau eiga saman þrjú börn og hafa haldið ágætum vinskap frá skilnaði. Kourtney var í sambandi með hnefaleikakappanum og fyrirsætunni Younes Bendjima frá 2016 til 2018. Hún er í dag með trommaranum Travis Barker og virðist Scott ekki vera ánægður með hversu alvarlegt samband þeirra er orðið.

Hann sendi Younes skilaboð með mynd af Kourtney og Travis kyssast og sagði: „Jó, er þessi gella í lagi!???“

Skjáskot/Instagram

Younes birti skjáskot af skilaboðunum á Instagram og leið ekki á löngu þar til fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu um málið og olli það talsverðu fjaðrafoki.

Sjá einnig: Afmælisgjöfin frá 19 ára kærustunni vekur athygli

Scott hefur verið í sambandi með fyrirsætunni Ameliu Hamlin síðan í október 2020. Það er töluverður aldursmunur á parinu. Amelia Hamlin varð tvítug í júní og Scott er 38 ára.

Samkvæmt heimildum E! News eru Scott og Amelia „að eyða tíma í sundur“ á meðan þau „endurskoða framtíð sína saman.“

„Þau þurftu pásu frá hvort öðru, það var greinilegt,“ segir heimildarmaður E! News.

Amelia Hamlin og móðir hennar Lisa Rinna. Mynd/Getty

Amelia varð fyrir „miklum vonbrigðum“ með Scott og skilaboðin sem hann sendi og hún „lét hann vita af því.“

Amelia er dóttir leikkonunnar og raunveruleikastjörnunnar Lisa Rinna.

Sjá einnig: Scott Disick kallaður „krípí“ og „óviðeigandi“ eftir að hann deildi mynd af ungu kærustunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“