fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Sjónvarpsstjarna segist sofa nakin og skiptir fólki í fylkingar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 21:00

Opinberun Holly hefur vakið mikla athygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby greindi frá því í morgunþættinum This Morning í gær að hún klæðist ekki nærbuxum þegar hún sefur. Þessi opinberun hennar hefur komið af stað áhugaverðri umræðu meðal breskra kvenna og skipt þeim í fylkingar, þær sem sofa í nærbuxum og sofa ekki í nærbuxum. The Sun greinir frá.

Læknirinn Carol Cooper segir að flestir læknar ættu að vera sammála um að nærbuxur séu óþarfa á næturnar.

„Þykkar nærbuxur, sérstaklega ef þær eru þröngar, orsaka heitt og rakt andrúmsloft. Það gerir það auðveldara fyrir sveppasýkingu og bakteríur að myndast. Það skiptir kannski ekki miklu máli fyrir okkur allar en það skiptir máli fyrir fólk með sykursýki eða sem fær reglulega sveppasýkingu,“ segir hún.

„Fyrir okkur flestar er best að „lofta“ þar sem sólin skín ekki.“

The Sun tekur saman næturklæðnað nokkurra stjarna og álitsgjafa, meðal annars raunveruleikastjörnunnar Megan Barton-Hanson. Hún segist sofa í silki.

„Ég hef áttað mig á því að sofa nakin sé ekki fyrir mig,“ segir hún.

„Ég er með frábæra svefnrútínu og náttföt eru stór hluti af henni. Ég fer í heitt bað með baðsöltum og set síðan á mig krem eftir á. Ég fer svo í gegnum húðrútínuna mína og klæðist stórum mjúkum baðsloppi á meðan. Síðan fer ég í falleg silkináttföt. Það er ekkert betra en að fara upp í rúm, tandurhrein og mjúk. Það er sagt að maður eigi að leyfa líkamanum að anda en ég hef aldrei skilið það. Það er miklu betra að sofa í fötum og nærfötum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“