fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Friends leikari með lífshættulegt krabbamein – „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. júní 2021 17:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af stjörnunum í Friends þáttunum vinsælu hefur greint frá því að hann berjist nú við fjórða stigs blöðruhálskrabbamein. Leikarinn sem um ræðir er James Michael Tyler en hann lék Gunther í öllum 10 seríum þáttanna. 

Tyler opnaði sig um krabbameinið í viðtali við þáttinn Today. „Ég greindist með blöðruhálskrabbamein sem hefur nú náð að dreifa sér í beinin mín,“ sagði Tyler en hann greindist fyrst með krabbameinið fyrir þremur árum síðan eða árið 2018. „Þetta er fjórða stigs krabbamein. Svo að lokum, þú veist, það mun líklegast ná mér,“ sagði Tyler svo og átti við að hann mun líklega deyja vegna krabbameinsins.

Þegar Tyler greindist fyrst voru læknarnir bjartsýnir en svo byrjaði það að versna þegar Covid-19 faraldurinn hófst í fyrra. „Ég missti af einni rannsókn, sem var ekki gott. Krabbameinið ákvað svo að dreifa sér í faraldrinum.“

Skjáskot úr Today þættinum

Eftir að krabbameinið hafði dreift sér í beinin hans og hrygginn lamaðist Tyler fyrir neðan mitti. Þessa stundina er hann í lyfjameðferð en hann segir að veikindin hafi gert það að verkum að hann náði ekki að taka þátt í endurkomuþætti Friends sem sýndur var í síðasta mánuði á HBO.

„Mig langaði að vera hluti af því og upphaflega átti ég að vera með á sviðinu,“ segir hann. „Mig langaði ekki að vera með í gegnum Zoom því ég vildi ekki eyðileggja stemninguna. Ég vildi ekki vera bara eitthvað: „Ó og á meðan ég man þá er Gunther með krabbamein“.“

„Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu“

Tyler vonast nú til þess að hjálpa öðrum með því að opna sig um veikindin. „Ef þetta er fundið snemma þá er auðvelt að meðhöndla þetta. Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í gegnum það sama og ég. Þetta var ekki… auðvelt ferli,“ segir hann.

„Markmiðið mitt á síðasta ári var að ná 59 ára aldri, ég náði því þann 28. maí síðastliðinn. Markmiðið mitt núna er að bjarga að minnsta kosti einu lífi með því að opna mig um þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu og láta fólk vita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár