fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram

Fókus
Fimmtudaginn 10. júní 2021 23:31

Dorrit og Samson á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn frægasti hundur Íslands er að öllum líkindum Samson, eini klónaði hundur landsins svo vitað sé. Samson er í eigu forsetahjónanna fyrrverandi, Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff, en eins og frægt varð var Samson klónaður úr erfðamengi Sáms, eldri hundi hjónanna sem var þeim afar kær.  Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en þó að verðið hafi aldrei verið staðfest fjölluðu innlendir fjölmiðlar um að verðmiði á slíku kraftaverki væri um sex milljónir króna. En þó að Samson blessaður sé frægasti og líklega dýrasti hundur landsins þá er hann á engan hátt fullkominn.

 

Dorrit birti í kvöld myndband á Instagram-síðu sinni þar sem sjá má Samson busla í vatni og horfa löngunaraugum á hóp gæsa sem að synda í hnapp lengra úti á vatninu. Milljónahvuttinn gerir þó enga tilraun til þess að synda í átt að gæsunum, þó að það sé bersýnilega það sem hann langar, heldur veður hann í ráðalaus í hringi þar sem hann nær til botns. Hann kann einfaldlega ekki að synda.

Dorrit hefur greinilega nokkrar áhyggjur af stöðu mála því að á Instagram síðu sinni spyr hún fylgjendur sína hvort þeir kunni einhver ráð til þess að kenna hundi að synda. „Hann virðist ekki skilja af hverju gæsirnar geta verið á meira dýpi en hann,“ segir Dorrit.

Rétt er að geta þess að þó að flestar tegundir hunda kunni að synda þá eru sumar tegundir sem að eru ekki eins sleipar á því sviði en Samson er blanda af íslenskum fjárhundi og ónefndri þýskri tegund. Þá liggur ekki fyrir hvort að Sámur, faðir Samson, hafi kunnað að synda. Ef svo er þá er spurning hvort að Ólafur Ragnar og Dorrit hafi keypt hundinn í sekknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar