fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Eyjan

Hundaklón Dorritar kostar sex milljónir – Ekki öruggt með árangurinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. október 2018 08:49

Dorrit og Sámur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og komið hefur fram hyggst Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, klóna hundinn sinn Sám. Hefur hún þegar sent erfðaefni hundsins til Texas, þar sem hann verður klónaður eftir hans dag, en hann er ellefu ára.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að slíkt klón muni kosta að minnsta kosti sex milljónir króna. Þá segir Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði, að ekki sé útséð með árangurinn:

„Þú þarft nokkrar milljónir til að fara í þetta og það er ekki víst að þetta heppnist.“

Arnar segir að með klónuninni verði eftirmyndin með sama erfðaefni og Sámur, rétt eins og eineggja tvíburi. Arnar segir þó að erfðaefnið sé aldrei nákvæmlega eins:

„Eiginleikar lífvera eru tilkomnir vegna gena, umhverfis, samspils gena og umhverfis og líka tilviljana. Í fyrsta lagi er erfðaefni tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja tvíbura, aldrei nákvæmlega eins. Við hverja skiptingu líkamsfruma geta orðið stökkbreytingar sem leiða til dæmis til erfðafræðilegs munar á eineggja tvíburum en einnig innan sama einstaklings. Í öðru lagi er umhverfi tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eða eineggja, aldrei nákvæmlega eins. Annar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn var lengur í sólinni og brann, annar veiktist af flensunni tveggja ára en hinn ekki og svo framvegis. Milljónir ólíkra umhverfisþátta móta þannig klóna og engin leið er að tryggja að tveir einstaklingar alist upp og þroskist á nákvæmlega sama hátt,“

segir Arnar á Vísindavefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Frjálslynda lýðræðishefðin er í hættu

Björn Jón skrifar: Frjálslynda lýðræðishefðin er í hættu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sammála í Silfrinu: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NV kjördæmi

Sammála í Silfrinu: Þórólfur búinn að missa salinn, Katrín er æði og breyta þarf lögum vegna klúðurs í NV kjördæmi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur