fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Áttræður og enn í fullu fjöri – Segir frá leyndarmálinu í svefnherberginu

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 22:30

Tom Jones Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Jones er nafn sem flest allir þekkja en hann er maðurinn á bakvið lög á borð við Sex Bomb, It’s Not Unusual og She’s A Lady. Hann hélt seinast tónleika á Íslandi í Laugardalshöllinni árið 2015. Jones er orðinn 80 ára gamall en er alls ekki hættur að syngja á sviðinu og góla í rúminu.

Jones segist stundum njóta aðstoðar lyfsins Viagra þegar hann fer á ástarfundi og hann skammast sín ekkert fyrir það.

„Það er engin skömm í því þegar þú ert áttræður. Þú gerir það sem þú þarft að gera, smá hjálp hér og þar er allt í lagi,“ sagði velski söngvarinn í samtali við Marc Maron.

Tom Jones hefur líklegast haft meiri áhrif á Íslendinga en honum hafði nokkurn tímann dottið í hug. Íslenskar ábreiður á lögum hans eru geysivinsælar og þar má nefna lögin „Hún er dama“ með Steinda Jr. og „Sexý Bomba“ með Magga Mix. Margir Íslendingar kunna hvert orð í þessum lögum án þess að hafa heyrt Tom Jones syngja þau upprunalega.

Í dag starfar hann sem einn dómara The Voice í Bretlandi og fyrir Covid-19 faraldurinn var hann enn að stíga á svið þrátt fyrir háan aldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi