fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

„Kærasti minn talar upp úr svefni og ég hef áhyggjur af því að hann sé hommi“

Fókus
Mánudaginn 15. mars 2021 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Kærasti hennar klæmist upp úr svefni, sem í fyrstu var fyndið en ekki lengur þar sem hún óttast nú að hann sé samkynhneigður.

„Ég er 23 ára og hann er 25 ára. Við höfum verið saman í þrjú ár. Hann segir að ég sé allt það sem hann óskar sér, en þessar sundurlausu ræður hans á næturnar hafa orðið grófari og furðulegri,“ segir hún.

Konan segir að kærasti hennar hafi varað hana við að hann talaði upp úr svefni þegar þau byrjuðu saman. „Fjölskyldu hans finnst þetta mjög fyndið og fyrrverandi kærasta hans neitaði að gista hjá honum því hann talaði svo mikið.“

Hún hunsaði þessar áhyggjur en eftir mánuð skildi hún hvað fyrrverandi kærastan var að tala um.

„Fyrst skildi ég ekkert hvað hann var að segja upp úr svefni. En síðan byrjaði ég að heyra nöfn, eins og Molly, Ella og Sam. Hann virtist vera ansi æstur þegar hann sagði þessi nöfn. Eitt kvöldið kallaði hann: „Molly, farðu hraðar! Hraðar!“ Ég var viss um að hann væri að halda framhjá mér. Morguninn eftir heimtaði ég að fá að vita hvaða kona þetta væri,“ segir hún.

Konan segir að kærasti hennar hafi verið eitt stórt spurningamerki í framan og sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hún væri að tala um. „Þegar ég útskýrði hvað ég heyrði þá sagðist hann hafa enga stjórn á draumunum sínum. En hann fullvissaði mig um að hann væri ekki að halda framhjá og að hann væri hamingjusamur með mér,“ segir hún.

Konan lærði að lifa með þessu, þó það hafi aldrei verið þægileg upplifun þegar kærasti hennar stundi nöfn annarra kvenna í svefni.

„En allt fór á versta veg þegar ég uppgötvaði að „Sam“ væri ekki kona, heldur karl. Hann lýsti alveg í ótrúlegum smáatriðum hvað hann vildi að „Sam“ myndi gera við sig. Nú hef ég áhyggjur aftur. Hvernig getur hann mögulega verið hamingjusamur með mér ef hann dreymir um að stunda kynlíf með öðrum karlmanni?“

Deidre svarar:

„Margir eiga kynferðislega drauma sem þeir myndu aldrei láta rætast í raunveruleikanum. Draumur hans um að stunda kynlíf með öðrum karlmanni þýðir ekki endilega að hann sé samkynhneigður, alveg eins og draumar hans um að sofa hjá öðrum konum þýða ekki að hann vill halda framhjá þér. Talaðu við kærasta þinn um þessa drauma, segðu honum frá áhyggjum þínum og hlustaðu á það sem hann hefur að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu