fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Ætlaði að koma eiginmanninum á óvart – Hefði betur mátt sleppa því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. mars 2021 21:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona ætlaði að koma eiginmanni sínum á óvart. Hún ákvað að klæða sig í kynþokkafull nærföt og taka þannig á móti honum heim úr vinnu. Óvænti glaðningurinn klikkaði þó alveg stórkostlega, en hún flassaði óvart tengdaföður sinn.

Maggie, sem kallar sig @theblondebrewer á TikTok, birtir myndband af misheppnaða glaðningnum. Í byrjun myndbandsins útskýrir Maggie að hún klæðir sig sjaldan í falleg og kynþokkafull nærföt og hana langaði að koma eiginmanni sínum á óvart og ná viðbrögðum hans á filmu.

„Ég er með þessi æðislegu nærföt og mér datt í hug að það gæti verið gaman að fara í þau, bíða eftir að eiginmaður minn kemur heim og taka upp viðbrögð hans. Ég hef ekki klæðst svona nærfötum í mörg ár,“ segir hún.

Hún stillir myndavélinni í stofunni og fer síðan úr baðsloppnum. Stuttu seinna opnast hurðin og inn kemur tengdafaðir hennar, ekki eiginmaður hennar.

Það er óhætt að segja að sjónin sem blasti við tengdaföður hennar hafi komið honum verulega á óvart en hann öskraði: „Oh sh**! Oh sh**!“

Hann lét sig síðan hverfa úr herberginu. Maggie, sem var algjörlega miður sín á þessum tímapunkti, kallaði á eftir honum: „Ég vissi ekki að þú myndir vera heima.“

Myndbandið hefur slegið í gegn meðal netverja og hefur fengið um 13 milljónir í áhorf. Horfðu á það hér að neðan.

@theblondebrewerHow do I fix this? I was so embarrassed 😳 ##relationshipgoals ##veteranwife ##roommates ##beautyhacks

♬ telepatía – Kali Uchis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni