fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Niðurlæging af verstu sort – Eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhugans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullorðinn karlmaður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn komst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar fyrir tveimur árum. Hann var í sárum sínum en nú hefur sársaukinn náð nýjum hæðum eftir að eiginkonan bað hann um að ljúga að kærustu elskhuga hennar.

„Ég gerði það samt,“ segir maðurinn. „Mér finnst ég einskis virði og ver nær öllum mínum tíma grátandi. Við höfum verið saman í 20 ár. Ég er 44 ára og hún er 43 ára. Við vorum hamingjusöm og ég er tilbúinn að gera hvað sem er fyrir hana,“ segir hann.

„Ég komst að því að hún væri að halda framhjá þegar ég fór í gegnum símann hennar eftir að hún byrjaði að haga sér furðulega. Að sjá skilaboðin eyðilagði mig. Hún hefur verið að halda framhjá með samstarfsfélaga sínum, sem er einnig í sambandi. Ég sagði ekkert og vonaði að framhjáhaldinu myndi ljúka, en hún kemur með afsakanir reglulega til að hitta hann, meira að segja núna í samkomubanni. Hún segist ætla út í búð, en er í burtu í marga tíma. Hún segir meira að segja nafnið hans stundum í svefni. Við höfum aldrei talað um þetta, en hún veit að ég veit.“

Fyrir viku síðan bað eiginkonan hann um greiða.

„Hún sagðist hafa keypt dýra skó fyrir samstarfsfélaga sinn í afmælisgjöf, og grunsemdir vöknuðu hjá kærustu hans. Hún sagði að ef einhver myndi hringja og spyrja um skóna, þá ætti ég að segjast hafa keypt þá fyrir mig en ég hafi síðan ekki viljað þá. Þar sem ég og hann erum í sömu skóstærð, hafi hún endað með að selja honum þá. Ég samþykkti en mér finnst ég þurfa að segja eitthvað. Hún hefur aldrei keypt dýra skó fyrir mig!“

Maðurinn segir að það sé sárt að elska eiginkonu sína svona mikið. „Hún segist elska mig líka, en ég veit að hún er ekki lengur ástfangin af mér. Við stundum sjaldan kynlíf, en okkur kemur vel saman sem vinir,“ segir hann.

Svar Deidre

Deidre segir að það hljóti að vera erfitt að horfa á eiginkonu hans hegða sér svona. „Þú vilt greinilega ekki skilja við hana því þú elskar hana ennþá, þrátt fyrir að hún sé þér ótrú. Og það hljómar eins og hún vilji heldur ekki fara frá þér, þó hún sé að halda framhjá. Sum pör geta lifað svona, en þú getur það ekki. Þetta er að hafa slæm áhrif á þig. Þú verður að tala við hana og segja henni að þú veist af framhjáhaldinu. Segðu henni að þetta sé niðurlægjandi og að hún þurfi að sýna þér virðinguna sem þú átt skilið.“

Að lokum segir Deidre: „Reyndu að komast að því af hverju þetta er að gerast og hvernig þið getið endurbyggt sambandið. Ef þið getið hætt að vera ástfangin, þá getið þið orðið aftur ástfangin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki