fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 13:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhleypa móðirin Tracy Kiss hefur fengið hundruði skilaboða sem full eru af hatri. „Konur saka mig um að vera ógeðsleg klámstjarna, Barbie-dúkka og slæm móðir,“ segir Tracy í samtali við The Sun.

Tracy, sem er 33 ára gömul, hefur eytt 50 þúsund pundum í lýtaaðgerðir en það eru um 9 milljónir í íslenskum krónum. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir til að breyta brjóstunum sínum, eina aðgerð á rassinum, eina fyrir nefið og svo fór hún í aðgerð til að laga kynfæri sín. Í dag er hún afar ánægð með útlit sitt en hún hefur fengið mikið áreiti í kjölfar myndanna sem hún deilir af líkama sínum.

Samkvæmt Tracy eru þessi skilaboð frá konum en þær saka hana til að mynda um að reyna að stela mönnunum þeirra. „Sumar þeirra halda að ég sé á eftir mönnunum þeirra en það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig,“ segir Tracy sem bendir á að hún hefur unnið hart að sér til að fá líkamann sem hún er nú með. „Mikið af aðgerðunum voru af heilsufarsástæðum,“ bætir hún svo við.

Tracy á tvær dætur, Millie sem er 13 ára gömul og Gabriele sem er 8 ára. Hún segir að aðrar mæður dæmi hana og horfi á hana þegar hún mætir með dætur sínar í skólann. „Ein kona starir alltaf á mig og grettir sig þegar hún sér mig. Ég veit ekki hvort að hún viti að eiginmaðurinn hennar sendi mér skilaboð og bauð mér í drykk. Ég hunsaði boðið samt,“ segir Tracy.

Það að hunsa skilaboð frá mönnum er ekki alltaf vandræðalaust samvæmt henni. „Þeir byrja á að bjóða mér á stefnumót og þegar ég svara þeim ekki kalla þeir mig ljóta eða tík. Það gerði mig alltaf mjög leiða og ég fór að gráta,“ segir Tracy. „Af hverju að hata mig fyrir að reyna að líta vel út? Ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig lengur samt því ég veit að ég er góð manneskja.“

„Ég leit út eins og gömul kona“

Ástæðan fyrir því að Tracy vildi breyta líkamanum sínum er sú að hún varð mjög óörugg með sjálfa sig þegar hún var táningur. „Fólk í skólanum kallaði mig ljóta og ég var ekki vinsæla sæta stelpan,“ segir hún. Árið 2006, þegar hún var 18 ára gömul, fór hún í fyrstu aðgerðina sína en það var aðgerð á brjóstnum. „Þegar ég ólst upp voru þau alltaf skrýtin og fóru í sitt hvora áttina. Mig vantaði allan kvenleika.“

Tracy fékk sér sílikon brjóst en aðgerðin átti eftir að draga dilk á eftir sér. Hún fékk PIP sílikon púða en þeir voru hægt og rólega að leka innan í henni. Árið 2013 fór hún í aðgerð til að taka púðana út og fékk sér öðruvísi púða í staðinn. Þeir púðar voru líka slæmir fyrir hana.

„Meltingarkerfið mitt slökkti á sér og ég byrjaði að missa hárið mitt. Ég leit út eins og gömul kona. Púðarnir voru að eitra fyrir mér,“ segir Kelly sem þurfti að láta fjarlægja þá púða sömuleiðis. Hún fékk sér nýja púða árið 2019 sem virðast vera í lagi enn þann dag í dag.

Næsta aðgerð sem Tracy vill fara í er aðgerð á augnlokunum. „Ég vil hætta að líta út eins og tík,“ segir hún og hlær. „Fólk segir að ég muni enda eins og Pete Burns en ég ætla ekki að gera neitt sem er of rosalegt. Ég vil aldrei hætta að líta út eins og ég sjálf,“ segir hún en bætir þó við að lokum að hún gæti vel farið í andlitslyftingu eftir 10 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Í gær

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“
Fókus
Í gær

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin