fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Netflix og chill fram undan…

Fókus
Laugardaginn 23. janúar 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 22. janúar – 28. janúar

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Loksins fara atvinnumál að detta í farveg og rútínu. Þú þarft aðeins að venjast því að vera meðal vinnufélaganna á ný og rifja upp hvað þau nú heita öllsömul og hvað þau gera innan fyrirtækisins. Þú nærð góðri einbeitingu í þessari viku.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Persónulegur ávinningur er í kortunum hjá Nautinu. Mikill kraftur með Nautinu þessa vikuna. Ég er leiðtogi lífs míns, er mantran þín, og þú ert spennt/ur fyrir komandi tímum. Allt upp á við og á réttri leið.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Tvíburinn er áfram smá tvístígandi og á erfitt með að taka ákvarðanir. Hvað á að vera í matinn reynist honum meira segja erfitt! Mundu bara eins og allt annað þá er þetta bara tímabil og líður hjá.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það er brjálað að gera! Og þú kannski ekki alveg nógu vel upplagður því þetta er óvænt og fljót breyting. Hvað getur þú gert til að hlúa að sjálfum þér og takast þar af leiðandi betur á við þessa skemmtilegu uppskeru sem er að flæða til þín?

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ferð í sleik við spegilinn – mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár! Það er kominn tími fyrir smá sjálfsást og sjálfsöryggi. Haltu áfram að gera það sem þú ert að gera, það er að virka. Sjálfsöryggi hjálpar þér að takast á við öll önnur mál í lífinu.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Elsku Meyja. Þú, af öllum, ert meira segja komin með leið á því að skipuleggja og litaraða bókunum heima hjá þér! Þér leiðist þessa vikuna og þráir eitthvað gott, nýtt og krefjandi verkefni. Prófaðu að biðja um meiri ábyrgð í vinnu og kannski bara stöðuhækkun í leiðinni.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú ert að flýta þér svo hægt inn í nýja árið að þú ferð í gegnum daginn hálfsofandi, vaknar aldrei alveg. Skelltu þér í sjósund eða plataðu vin að draga þig út að hlaupa, þig vantar smá spark í rassinn til að koma þér betur af stað. Og mundu að taka vítamínin þín!!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Ef þú deyrð á morgun viltu í alvöru að sellerídjús hafi verið það síðasta sem þú borðaðir? Á meðan við kunnum að meta agann þinn þá má nú líka alveg leyfa sér aðeins. Stjörnurnar hvetja þig til að lofa þér 1-2 svindldögum þú þarft á þeim að halda. Við lofum að segja engum.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Bogmaðurinn mun eiga eitt „aha„ móment á næstu dögum, hvað það verður sem mun valda því vitum við ekki nákvæmlega, en það mun hafa í för með sér jákvæðar breytingar. Stundum getur annað sjónarmið eða viska einhvers annars haft mikil áhrif á aðstæður.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Okkur langar að gefa þér rafrænt „high five„ því það er eins og þú hafir verið a finna kúlið þitt aftur og þegar við meinum það þá meinum við þitt sanna sjálf og nýjan tilgang sem færir þér hamingju.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Við sjáum hér gæðastundir með vinum og fjölskyldunni, jafnvel bústaðarferð og dagsferðir í sveitina. Áreynslulaus vika þar sem þú ert bara í flæðinu samviskulaust og nýtur hverrar mínútu. Þetta er kannski bara takturinn fyrir árið og ekki er það amalegt.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Já, það er fullkomlega eðlilegt að þurfa frí eftir fríið sitt! Janúar er bara endalaus og dimmur, þú mátt eiga markmið í febrúar, í millitíðinni máttu bara vera í dýrseðlinu, borða þegar þú finnur til svengdar og sofa þegar þú þarft svefn. Netflix og chill fram undan…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið