fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Disney-stjarnan fyrrverandi afhjúpar hvernig hægt var að taka upp klámmynd í COVID-faraldri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 21:30

Maitland Ward.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Disney-stjarnan Maitland Ward, 43 ára, fer með hlutverk í klámmynd sem var tekin upp í miðjum kórónuveirufaraldri.

Maitland lék Rachel McGuire í þáttunum Boy Meets World á Disney Channel. Hún opnaði sig um klámferillinn í desember í fyrra og sagðist þéna meira á klámi heldur en hún gerði sem leikkona.

Sjá einnig: Disney-stjarna segist þéna meira á klámi

Maitland segir frá því í nýjum pistli á The Daily Beast hvernig henni, mótleikurum hennar og tökuliðinu tókst að taka upp klámmynd á tímum COVID. Gripið var til fjölda varúðarráðstafana, meðal annars fóru allir á tökustað í Covid-próf á hverjum degi. Það var einnig ávallt heilbrigðisstarfsmaður á staðnum og það var lögð gríðarleg áhersla á sótthreinsun.

Maitland Ward lék í vinsælu Disney þáttunum Boy Meets World.

Tökur á klámmyndinni Muse hófust í Los Angeles í júlí. Á sama tíma hafði smitum fjölgað verulega og Maitland hafði miklar áhyggjur af því að mæta til vinnu.

„Ég verð að viðurkenna að ég var efins til að byrja með. Hvernig átti þetta eiginlega að virka? Hvernig áttu leikararnir og tökuliðið að halda heilsu sinni komandi daga og vikur?“ segir Maitland.

„En áhyggjurnar hurfu eftir að ég sá hvað framleiðendur höfðu lagt mikla vinnu í að tryggja öryggi allra,“ segir hún og bætir við að allir á tökustað hefðu farið í Covid-próf á hverjum degi, þó svo að þeir væru ekki að leika í atriði þann daginn.

https://www.instagram.com/p/B_QqnhTHqZi/

 

Klámframleiðendurnir réðu einnig heilbrigðisstarfsmann til vinnu sem fylgdist vel með hitastigi og heilsu starfsmanna.

Maitland segir að þau pössuðu sig að halda fjarlægð og nota grímur, aðeins leikarar máttu taka grímurnar niður þegar þeir voru að leika í atriði.

Hún segir að það hafi haft sína kosti að taka upp klámmynd í miðjum faraldri. Af ótta við að dreifa vírusnum hefur hún forðast að stunda kynlíf og hitta karlmenn utan vinnunnar. „Ég var farin að sakna snertingar, ég held ég hafi rifið í mig fyrsta mótleikara minn. En ég held að honum hafi verið sama,“ segir hún.

Klámmyndinni hefur verið breytt í þætti sem munu spanna nokkrar þáttaraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu