fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Var í áfalli þegar eiginmaðurinn fór frá henni – Fékk loksins að vita af hverju þegar hún las blaðið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. september 2020 10:44

Nikyta og Robert Palmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikyta Moreno var í áfalli þegar eiginmaður hennar fór frá henni og sótti um skilnað. Hún hafði enga hugmynd um af hverju, þetta var svo skyndilegt. Það var ekki fyrr en hún las brúðkaupstilkynningar New York Times þremur árum seinna sem hún fékk loksins að vita af hverju.  Hann var giftur annarri konu. NY Post greinir frá.

Nikyta og fitness frumkvöðullinn Robert Palmer voru búin að vera gift í rúmlega ár þegar hjónabandinu lauk skyndilega í mars 2017. Skilnaðurinn kom henni svo á óvart að hún velti því fyrir sér hvort að Robert „glímdi við veikindi sem breyttu persónuleika hans.“

Hjónin gengu í það heilaga í desember 2015. Athöfnin var lítil og ætluðu þau að bæta upp fyrir það með stóru brúðkaupi í ágúst 2017. Nikyta lýsir Robert sem „gamaldags herramanni“ sem elskaði að koma með morgunmat í rúmkið til hennar.

En eftir að þau voru búin að skipuleggja brúðkaupið, meðal annars sýna mæðrum sínum veislusalinn og velja matseðillinn, þá fann Nikyta að „eitthvað væri að.“

Fljótlega eftir það sagðist Robert þurfa smá pásu og Nikyta bauðst til að gista hjá vinkonu sinni í viku. „Þegar ég kom til baka sagðist hann vilja skilnað. Það var eins og einhver hefði slökkt á ljósarofa. Hann hætti að tala við mig og neitaði að fara í hjónabandsráðgjöf,“ segir hún.

Eftir sat Nikyta með sárt ennið og enga hugmynd af hverju Robert fór frá henni. „Fjölskylda hans var meira að segja í áfalli yfir þessu. Hann var besti vinur minn og allt líf mitt var ónýtt. En ég vissi að það væri eitthvað að,“ segir hún og viðurkennir að henni grunaði að hann hefði haldið framhjá henni.

Robert og Lauren.

Beið í þrjú ár

Það liðu heil þrjú ár þar til hún fékk loksins svar við spurningunni sinni. Hún var að lesa brúðkaupstilkynningar í New York Times þegar hún sá kunnuglegt andlit. Í blaðinu var farið yfir ástarsögu Roberts og nýju eiginkonu hans Lauren.

Í tilkynningunni kom fram að Robert og Lauren byrjuðu saman í janúar 2017 og hann hefði verið ógiftur fyrir það.

„Þetta voru fréttir fyrir mig, því ég var eiginkona hans í janúar 2017: Við hættum saman í lok mars 2017 og skilnaðurinn fór í gegn í janúar 2018,“ segir Nikyta. Henni sárnaði að hann viðurkenndi svona opinberlega að hafa verið með annarri konu á meðan hann var giftur.

Þrátt fyrir allt saman óskar hún hjónunum alls hins besta. „Ég vildi bara óska þess að hann hefði sagt mér þetta,“ segir hún.

Nikyta hefur fundið ástina á ný og er hamingjusöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Tvær manneskjur myrtar eftir ímyndað rifrildi á Facebook

Sakamál: Tvær manneskjur myrtar eftir ímyndað rifrildi á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta Briem um heimþrána, einelti og lífshættulega þráhyggju

Aníta Briem um heimþrána, einelti og lífshættulega þráhyggju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eiginmaður minn refsar mér þegar ég brýt reglurnar“

„Eiginmaður minn refsar mér þegar ég brýt reglurnar“