fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Fókus

Þáði drykk frá ókunnugum karlmanni – Svona var hún fimm mínútum seinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. september 2020 11:58

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie Tavares er 26 ára frumkvöðull frá Montreal, Kanada. Það er „trend“ í gangi á TikTok þar sem netverjar sýna hvernig þeir myndu passa upp á drykki á skemmtistöðum svo þeim yrði ekki byrluð ólyfjan. Stephanie vill minna fólk á að þetta er ekki bara eitthvað trend, heldur raunverulegt vandamál með skelfilegar afleiðingar. Hún deilir myndbandi sem sýnir ástandið á henni fimm mínútum eftir að henni var byrluð ólyfjan.

Umrætt kvöld var Stephanie að skemmta sér með vinkonum sínum. Tveir karlmenn keyptu drykki fyrir hana og vinkonu hennar. Stephanie drakk sinn drykk en vinkona hennar gerði það ekki, sem betur fer.

Stuttu eftir að Stephanie drakk drykkinn var hún nánast meðvitundarlaus, en vinkonu hennar tókst að halda karlmönnunum frá henni.

@solooostephThis trend is funny, but this issue is serious! ##fyp ##viral ##protecteachother♬ Money Trees – Kendrick Lamar

„Þeir eltu okkur í fimmtán mínútur þar til tveir karlkyns vinir okkar komu. Þetta var mjög óhugnanleg upplifun,“ segir Stephanie.

Myndbandið hefur fengið mikla athygli og vakið mikinn óhug netverja. Í samtali við BuzzFeed News segir Stephanie að hún hafi mestmegnis fengið jákvæð viðbrögð við myndbandinu og fjöldi fólks sýnt henni stuðning. En það kom henni á óvart hversu margir vörpuðu sökinni yfir á hana.

Hún bendir á að ef hún hefði neitað að drekka drykkinn eða sýnt að hún væri hrædd við mennina, þá yrði hún gagnrýnd fyrir að draga ályktanir um mennina.

„En af því að ég þáði drykk – sem var búið að byrla ólyfjan – þá segir fullt af fólki að það sé mér að kenna, að ég hefði átt að vita betur og ég ætti aldrei að þiggja drykk frá karlmanni,“ segir hún.

Stephanie deildi öðru myndbandi á TikTok þar sem hún sýnir fjölda ummæla í þessum dúr.

@solooostephReply to @.everything_nothing Be better and hold each other accountable♬ original sound – solooosteph

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“