fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 13. september 2020 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litríkar dragtir Elísabetar Bretadrottningar eru ekki bara fallegar, heldur þjóna þær mikilvægum tilgangi. Það eru tvær ástæður fyrir því að drottningin klæðist svona skærum fatnaði og toppar hann með hatt í stíl. Hún gerir það til að tryggja að almenningur eigi möguleika á að sjá hana í mannmergðinni samkvæmt tengdadóttur drottningarinnar, Sophie greifynju af Wessex.

„Hún þarf að vekja athygli svo að fólk geti sagt: „Ég sá drottninguna,“ sagði Sophie í heimildarmyndinni The Queen at 90. Ef drottningin myndi klæðast dökkum eða grábrúnum litum eins og flestir eiga það til að gera væri mun erfiðara að sjá hana úr fjarlægð.

Samkvæmt ævisöguritara drottningarinnar, Robert Hardman, sagði hún eitt sinn: „Ég gæti aldrei klæðst ljósbrúnu, því þá mundi enginn vita hver ég væri.“

Mynd/Getty

Það er önnur hagnýt ástæða fyrir litavali drottningarinnar. Í Netflix-heimildarmyndinni The Royals, sem kom út árið 2013, útskýrði tískuritstjórinn Katherine Ormerod að það snerist um öryggi. Ef eitthvað kemur upp á verður mun auðveldara fyrir öryggisteymi hennar að koma auga á hana.

Það eru fleiri reglur sem drottningin og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar þurfa að hafa í huga þegar kemur að fatavali.

Tískureglur konungsfjölskyldunnar

Gengur ekki sjálf til skóna

Drottningin þarf ekki að hafa fyrir því sjálf að ganga til nýja skó, heldur er hún með einhvern í vinnu sem sér um það fyrir hana. Enda er hún orðin 94 ára gömul og þægindin eru henni efst í huga.

Loðfeldur er bannaður

Á fjórtándu öld bannaði Játvarður II Bretakonungur loðfeldi innan konungsfjölskyldunnar. Það er þó búið að brjóta þessa reglu.

Alltaf svart með í töskuna

Þó svo að drottningin elski liti þá þurfa allir meðlimir konungsfjölskyldunnar að pakka niður svörtum fötum í tösku fyrir ferðalög. Þetta er gert til öryggis ef einhver þeirra lætur lífið meðan á ferðinni stendur.

Engin Marilyn Monroe-augnablik

Pils og kjólar eru þyngd að neðan til að koma í veg fyrir að þau fjúki upp í roki.

Neglurnar eru alltaf lakkaðar í hlutlausum lit.

Hlutlausar neglur

Neglur verða að vera snyrtilegar og lakkaðar í hlutlausum lit. Fregnir herma að drottningin hafi notað Essie-naglalakk í litnum Ballet Slippers síðan 1989.

Enginn eiginmaður, engin smákóróna

Einhleypar konur og börn mega aldrei nota smákórónur. Þær eru venjulega ætlaðar giftum konum.

Veski fyrir brjóstaskoru

Eitt sniðugasta trixið í bókinni hjá konungsfjölskyldunni er notkun veskisins. Þegar konurnar stíga út úr bifreið halda þær veskinu þétt upp að bringu sinni til að koma í veg fyrir að sýna of mikla brjóstaskoru.

Kate Middleton er alltaf með veski.

Kemur í veg fyrir skjálfta

Veskin koma einnig í veg fyrir að hendurnar skjálfi og þá er einnig eitthvað hægt að gera með hendurnar til að koma í veg fyrir vandræðaleg augnablik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki