fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fókus

Ingó Veðurguð náði sér í Trump húfu bara til að láta drulla yfir sig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 12:08

Ingó Veðurguð. Mynd: Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó hefur líklega verið einn duglegasti ,,giggari” Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika. Hann er nú á ákveðnum tímamótum og segir í viðtalinu við Sölva hafa gert alls konar furðulega hluti bara til að vera á móti og stuða fólk.

„Ég hef tilhneigingu til að vera á móti bara til þess að vera á móti. Ég er búinn að vera að leika mér með þetta endalaust. Ég fór til Las Vegas og var reyndar ekki á góðum stað, en ég eyddi held ég fimm tímum á meðan fyrrverandi kærastan mín, frábær stelpa þurfti að bíða eftir mér, og ég fór og keypti rauða derhúfu til að láta skrifa á hana: „Make America Great Again“ og settist síðan niður á einhvern veitingastað með húfuna og beið eftir því að einhver myndi koma og rífa kjaft á meðan ég var með húfuna. Þó ég sé alltaf búinn að vera að nöldra yfir pólítík þá er mér drullusama og fólk nennir að nöldra yfir þessu þó að þetta skipti engu máli,“ segir Ingó, sem lék sér oft að alls konar furðulegum hlutum:

„Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera  dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni.“

Hann var á tímabili kominn í mikla fíknihegðun. „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn. Svo komu alveg dagar þar sem ég vaknaði kannski bara og byrjaði daginn á því að fara á einhvern hótelbar og sturta í mig nokkrum bjórum og mikið minnisleysi sem fylgdi þessu tímabili,“ segir Ingó.

„Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmannaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna,“ segir hann.

„En þetta var svakalegt á tímabili og ég sá Shallow [A Star is Born] myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“

Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=DPw2JB8bqL4&t=4304s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur hvetur okkur til að vera tilbúin með svör í þessum aðstæðum

Ragnhildur hvetur okkur til að vera tilbúin með svör í þessum aðstæðum
Fókus
Í gær

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn

Eiríkur Hauks endurgerir Borgarinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT