fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fókus

Annie Mist opnar sig um mjög erfiða fæðingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 21:02

Annie Mist Þórisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist dóttur á mánudaginn síðastliðinn. Þetta er fyrsta barn hennar og unnusta hennar, Frederik Aeigidius.

Annie Mist greindi frá gleðifregnunum á Instagram fyrr í vikunni. Í nýrri færslu opnar hún sig um fæðinguna, sem hún segir hafi gengið mjög illa og á hún framundan langa og stranga leið til bata.

Lengstu mínútur lífs hennar

Annie Mist segist hafa reiknað með því að fæðingin myndi ganga vel, en því miður varð raunin ekki sú.

„Ég ætla ekki að fara út í smáatriði en þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir Annie Mist.

Fyrstu verkir byrjuðu laugardagsmorguninn 8. ágúst og kom stúlkan í heiminn rúmlega tveimur dögum síðar, mánudaginn 10. ágúst.

„Ég veit ekki eftir hversu marga tíma í hríðum, þá kom hún loksins í heiminn. Það heyrðist ekkert í henni og þetta voru lengstu mínútur lífs míns. Svo heyrðum við loksins háan grátur og hún er hundrað prósent heilbrigð,“ segir Annie Mist.

CrossFit-stjarnan segist vera þakklát fyrir ljósmæðurnar og læknana á spítalanum.

„Ég endaði með því að missa rúmlega tvo lítra af blóði og á framundan langan og strangan veg til bata. Ég er kannski ekki ég sjálf í dag og þetta tekur kannski smá tíma. Ég á eftir að þurfa aðstoð við einföld verk en mér mun batna. Ég er með Frederik og litlu stelpuna mína mér við hlið,“ segir hún.

Þú getur lesið frásögn Annie Mistar í heild sinni hér að neðan.

View this post on Instagram

Giving birth is magical. You carry this thing around for 9 months, anticipating the arrival with all the good and all the struggles it brings. I anticipated my birth to be like 99% of normal Icelandic births, but it didn’t turn out that way.  I am not going to go into details but this is the single hardest thing I have ever had to do. My pregnancy was incredible. I was able to train and be active throughout and my body and mind felt so good.   Saturday the 8th of August, 3 days past my due date, I woke up early in the morning with very painful contractions. At 10pm that evening I got admitted to the hospital because my water had broken early that same day so my babies health had to be monitored.  I got pain medication to try to sleep and because of covid-19, I had to be by myself since Frederik was not allowed with me until further into labor. 3pm the following day Frederik could finally join me. We found out that her head was not in a good position for pushing – star gazer so face up and tilted which means she needs a lot more space to get out. We hoped she would turn by herself and the staff had a few tries to turn her – without success. We ended up in the surgical room for vacuum – ready for emergency c section. With over 10 people in the room, 4 of them holding me in place while pushing, suction on her head we got started. It took 5 attempts to get her moving and with the hardest push I have done in my life, we got her out. On Monday at 1216pm, I don’t know how many hours in labor, my baby girl came into the world with, soundless, and these were a few of the longest minutes of my life. Then finally a super strong cry and 100% healthy ❤️ 3904g – 54cm long ! With her first breath, this girl became the most important thing in my world ❤️ I am SO grateful for the midwifes that tended to me at the hospital and the doctors monitoring and assisting bringing my diamond safely into this world. I ended up loosing more than 2 L of blood and have a long recovery ahead of me. I may not be myself today and it may take some time. I need help doing the simplest tasks, but I will recover. I have Frederik and my girl by my side – and with them

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram