fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Unnur Regína
Mánudaginn 6. júlí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Katrín Kristjánsdóttir, eða Inga Kristjáns eins og hún er alltaf kölluð, heldur úti glæpahlaðvarpinu Illverk. Hún hefur gefið út rúmlega 80 þætti sem hafa slegið í gegn. Í þáttunum fer Inga yfir líf þekktra morðingja og fórnarlamba þeirra. Kafar hún ofan í barnæsku þeirra og skoðar öll sjónarhorn málanna.

Áhugi fólks á hlaðvarpinu hefur verið gífurlegur og stofnaði Inga heimasíðuna illverk.is í maí. Á síðunni er hægt að kaupa áskrift þar sem fólk fær fleiri þætti í mánuði og aðgang að aukaefni.

„Ég bjó til Illverk vegna þess að ég hef mikinn áhuga á að skrifa og skapa. Ég hef reyndar líka bara ofsalega mikinn áhuga á öllu sem er óvenjulegt. Að vera með þættina hefur kennt mér svo mikið. Ég er til dæmis mjög lesblind og hef alltaf átt erfitt með upplestur en eftir að ég byrjaði með þættina er ég orðin mikið öruggari með mig og hef meiri trú á sjálfri mér. Ég er frekar félagsfælin týpa og vil alltaf gera alla glaða svo að vera með þætti sem 15-20 þúsund manns hlusta á í hverri viku er líka stór áskorun fyrir mig.“

Inga Kristjáns

Uppáhalds morðinginn Jeffrey Dahmer

Aðspurð hver „uppáhalds“ morðingi Ingu sé þarf hún ekki einu sinni að hugsa sig um „Það er hann Jeffrey Dahmer, hann er svo áhugaverður karakter á svo marga vegu. Hann var rosalega viðkunnanlegur einstaklingur að tala við og engum grunaði að hann væri þetta skrímsli sem hann var. Hann átti yndislegt samband við föður sinn og eftir að hann var handtekinn þá sat faðir hans með honum í öllum viðtölum og stóð við bakið á honum. Það er bara eitthvað við hann sem er ólíkt öðrum raðmorðingjum sem ég  hef tekið fyrir.“

Jeffrey Dahmer var raðmorðingi sem var haldinn náhneigð og stundaði mannát. Dahmer myrti 17 unga menn á árunum 1978 til 1991 sem flestir voru af afrísku eða asísku bergi bergi brotnir.

Inga er hvergi nærri því hætt og ætlar að halda áfram að deila sögum þessara einstaklinga með hlustendum sínum. „Mér finnst líka svo mikilvægt að sögur fórnarlamba þessara einstaklinga sé sögð, að raddir þeirra heyrist.“ segir Inga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“