fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“

Auður Ösp
Mánudaginn 6. júlí 2020 12:06

Pierce Brosnan. Ljósmynd/Vulture

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood leikarinn Pierce Brosnan, sem leikur eitt aðalhlutverkið í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga fer fögrum orðum um myndina í nýlegu viðtali við The Irish Times og hrósar sérstaklega Íslendingunum sem þar koma fram.

Pierce segist vera mikill aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar og það hafi ýtt undir að hann tók að sér hlutverkið. Segist hann vel kunnugur keppninni og öllu umstanginu í kringum hana, enda sé hann alinn upp á áttunda áratugnum. „Ég horfði á þegar ABBA vann keppnina,“ segir hann og bætir við að myndin gerir Eurovision keppninni góð skil.

Hann hrósar móttleikkonu sinni Rachel McAdams og þá nefnir hann sérstaklega íslensku leikarana sem komu fram í myndinni.

„Ég fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum, sem allir eru stjörnur á sinn hátt. Ég fékk tækifæri til að ferðast með konunni minni, Keely og ég gat farið og heimsótt móður mína í London. Ég sat í náttúrulaugum og drakk bjór með heimamönnum.“

Lýsir Pierce því hvernig Will Ferell tókst að sannfæra hann um að leika í myndinni, með því að höfða til hégómagirndar leikarans.

Segist Pierce hafa tekið að sér hlutverkið með mikilli ánægju eftir að hafa lesið lýsinguna á persónunni sem hann átti að leika. „Hugsanlega myndarlegasti maður Íslands“ stóð í lýsingunni.

Pierce lýsir Will Ferell sem miklum sómamanni. „Ég dýra þennan gaur. Og hann er svo góður í að leika miðaldra menn sem haga sér eins og börn. Umboðsmaðurinn minn sendi mér handritið einn morguninn og ég var búin að segja já fyrir hádegi.“

Þá segir hann leiklistina alltaf vera jafn krefjandi, hvort viðkomandi er að stíga sín fyrstu skref eða á langan feril að baki. „Hvernig fæ ég verkefni? Hvernig finn ég áskoranir? Eða, ef þú ert eins og ég, þú lætur þér vaxa skegg og leyfir hárinu að grána og endar á því að leika Gerry Adams (í kvikmyndinni The Foreigner) eða þá pabba Will Ferrell.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Í gær

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota