fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Nína opinberar töfraheim stærsta hljóðfæris landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Richter opnar ljósmyndasýningu á Akureyri, sunnudaginn 2. ágúst, kl. 18, í Safnaðarheimilid Akureyrarkirkju við Eyrarlandsveg. Boðið verður upp á léttar veitingar, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Viðfangefni myndanna ér óvenjulegt, eða stærsta hljóðfæri landsins, Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Um þetta segir í fréttatilkynningu um sýninguna:

„Innan í stærsta hljóðfæri landsins, Klais-orgeli Hallgrímskirkju, er töfraheimur með á sjötta þúsund pípum og
tæknibúnaði úr málm og timbri, umfangsmiklum tölvubúnaði, ótal skápum og innri byggingu á fjórum hæðum, sem
lítur út eins og vélbúnaður af öðrum heimi. Þessi hluti hljóðfærisins er og verður áfram lokaður almenningi, en þrátt
fyrir það er yfirbyggingin, kirkjan sjálf ein fjölsóttasta bygging landsins og vafalaust ein sú mest ljósmyndaða, fyrir utan
að vera helsta kennileiti höfuðborgarinnar.

Nína Richter reynir að nálgast orgelið frá nýrri hlið. Kirkjuorgelið hefur sérstöðu meðal hljóðfæranna en fáum
hljóðfærum er ætlað jafn stórt hlutverk, að færa hlustendur nær því sem er af öðrum heimi. Í landi þar sem ríki og
kirkja eru sameinuð í lagabókstaf öðlast þetta hundruð milljóna króna og stærsta hljóðfæri stærstu kirkju landsins
sérstakan sess sem rödd hefðarinnar. Rödd sem hinn almenni hlustandi veltir sjaldnast fyrir sér – þetta er orgel og
hlutverk þess er ekki fyrst og fremst að gleðja eða skemmta hlustendum, líkt og önnur hljóðfæri, heldur er merking
tónanna pólitísk, trúarleg og hluti af yfirvaldinu. Til þess að hafa aðgang að hljóðfærinu er ekki endilega nóg að vera
tónlistarmaður eða áhugasamur, heldur tilheyrir hljóðfærið umdeildri stofnun sem á snertifleti við líf nánast hvers
einasta Íslendings. Orgelið hefur 4 spilaborð og fótspil, 72 raddir og 5275 pípur. Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25
tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar.

Um ferlið:

Organs of the Organ er afrakstur vinnustofu í Ljósmyndaskóla Sissu og verkið er unnið undir handleiðslu
ljósmyndarans Spessa.

Ljósmyndirnar eru teknar á tímabilinu október 2019 – júní 2020.“

Fjölbreyttur ferill

Nína Richter er fædd í Reykjavík árið 1986. Hún hefur komið víða við á fjölbreyttum ferli, er menntuð í kvikmyndagerð og ljósmyndun og nemur sagnfræði við Háskóla Íslands.

Hún hefur unnið sem laga- og textahöfundur fyrir listamenn úr ýmsum áttum og gaf að auki út skáldsöguna Pólskipti árið 2006. Nína starfaði í vefumsjón, samfélagsmiðlum og menningarumfjöllun á RÚV 2016-2019 og sérhæfði sig þar í umfjöllun um kvikmyndir og sjónvarp. Þá hefur hún komið að auglýsingaleik og unnið í kynningarmálum fyrir tónlistarfólk, mest í elektróník og poppi. Hún hefur einnig starfað sem söngkona frá unglingsárum, hérlendis og í Austurríki, með áherslu á popp- og
jazztónlist í lifandi flutningi.

 

Facebook-viðburður sýningarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku