fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Erpur liggur ekki á skoðunum sínum – „Þetta ríkasta lið, það vill láta flengja sig sko“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 15:18

Þórólfur - Fullt nafn rapparans fræga er Erpur Þórólfur Eyvindsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segir Erpur að stórfyrirtækin á Íslandi hafi verið fyrst allra til að mæta með betlistafinn til ríkisins. En heiðarleg smáfyrirtæki endi svo á að fara á hausinn.

,,Ég hef svo mikla virðingu fyrir smáfyrirtækjum. En þetta eru fyrirtækin sem fara fyrst á hausinn í Covid og fá ekkert. Síðan eru það stórfyrirtækin sem eru búin að greiða sér milljarða í arð, það er Bláa Lónið og félagar, þeim er reddað. Og það eru fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni, fyrirtæki sem tengjast stjórnmálamönnum eins og Bjarna Ben, það er þetta sem fær alltaf hjálpina. Allt í einu eru þeir komnir með betlistafinn, liðið sem hefur ekki þörf á rassgati. Lærið bara að reka fyrirtæki. Það eru milljón manns úti um allan heim sem kunna að reka fyrirtæki inn í kreppu og út úr kreppu af því að þeir taka ábyrgð!”

Þvættingur og enginn skilur neitt

Í viðtalinu við Sölva ræða þeir um valdastéttina sem á mest allan auð heimsins og Erpur segir það viljandi gert að reyna að slá ryki í augu almennings með því að gera hluti óskiljanlega.

,,Þeir fá gáfaðasta liðið úr Harvard til að búa til óskiljanlegan djöfulsins þvætting, þannig að venjulegt fólk skilur ekki rassgat. Þessir banka-apar sem eru að láta fólk taka þessi lán, þeir skilja þetta ekki einu sinni sjálfir, þeir eru bara að lesa þetta af blaði…gengisafleiða og eitthvað…þetta er bara þvættingur og enginn skilur neitt!”

Hið eina prósent hinna auðugustu í heiminum hafi fundið leið til að viðhalda þrælahaldi í formi lánveitinga og það skynsamasta sem fólk geti gert í dag er að vinna ötullega að því að koma sér undan skuldum. Erpur segist sjálfur hafa einbeitt sér að því verkefni undanfarin ár.

„Ég er búin að vera að vinna eins og göltur að borga niður lán, meðal annars sé það ástæða þess að hann hafi ekki komið með nýja tónlist undanfarin ár. Hann sé búinn að vera upptekinn við að taka að sér veislustjórn og spila í fyrirtækjum, mörg hver sem heyri væntanlega undir þetta eina prósent. Þó svo að hann hafi hingað til haldið sig frá bönkunum enda ekki viss hvort vel yrði tekið í grín hans þar. Og þó.

„Þetta ríkasta lið, það vill láta flengja sig sko. Þegar það eru kynlífshneyksli í Bretlandi hjá hástéttinni þá er það aldrei eitthvað bara svona að einhver láti sjúga sig í einhverju húsasundi. Það eru alltaf einhverjir lávarðar sem hanga öfugir uppi og láta akfeitan dverg píska úr sér líftóruna. Þeir vilja láta flengja sig.“

Virðing fyrir peningum og vinnunni að baki þeim

Erpur kveðst snemma hafa lært að bera virðingu fyrir peningum og virðingu fyrir þeirri vinnu sem fer í að afla þeirra. Þeir sem tilheyri efri stéttinni, þessu eina prósenti, hafi aldrei þurft að hafa neitt fyrir hlutunum.

„Ég kem af fólki sem hefur alltaf haft mikið fyrir sínu og það gerir það að verkum að maður virðir alla sem hafa fyrir sínu og þetta eina prósent, þeir hafa ekkert fyrir sínu, bara út um gluggann með þá“

Skynsamlegustu fjárfestingarnar að mati Erps eru ríkisskuldabréf og fasteignir.

„Því ríkið fer seinast á hausinn, og þú fjárfestir í steinsteypu.“

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira

 

Viðtal Sölva við Erp má sjá hér:

 

https://www.youtube.com/watch?v=A6zYUVn0s78&t=5s

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“