fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Hermann las viðtal við Svövu í Mogganum og eftir það varð ekki aftur snúið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ár eru liðin síðan parið glæsilega, Hermann Guðmundsson fyrrum forstjóri N1 og núverandi forstjóri Kemi og Svava Gunnardóttir matgæðingur, kynntust. Aðdragandinn var skemmtilegur en Hermann las viðtal við Svövu í Morgunblaðinu og hreifst svo af konunni að hann sendi henni skilaboð. Hermann segir svo frá þessu á Facebook-síðu sinni í einlægum skrifum:

Í gær voru slétt 2 ár síðan að ég rakst á þetta viðtal og mér fannst að yrði að senda þessari konu línu og bjóða henni í mat eða kaffi. Ekki grunaði mig hversu afdrifarík ákvörðun það varð en hún svaraði mér nokkrum mánuðum síðar og samþykkti að eiga með mér hádegisverð.

Við héldum uppá daginn í gær og fórum yfir allar þær breytingar sem þessi kynni hafa haft á okkar líf og okkar ættingja. Ástin er merkilegt fyrirbæri og mikið hreyfiafl.

Svava er þekktur matarbloggari á Ljúfmeti og Lekkerheit auk þess sem hún starfar á lögmannsstofunni LEX. Hermann og Svava eru miklir matgæðingar en Hermann starfaði lengi vel sem þjónn á Hótel Holti á sínum yngri árum og Svava þykir afburðagóður kokkur.

Hermann og Svava trúlofuðu sig við Golden Gate brúna í San Francisco í fyrra.

Myndin hér að neðan er ný og tekin af parinu í golfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni