fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 11:51

Jóhannes Kr. og Sölvi Tryggva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Kr. Kristjánsson er líklega þekktasti rannsóknarblaðamaður Íslands. Eftir margra mánaða vinnu varð umfjöllun hans um Panamaskjölin til þess að tugþúsundir mótmæltu og Sigmundur Davíð þurfti að hætta sem forsætisráðherra. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Podcasti Sölva ræða þeir meðal annars um tímabilið eftir að dóttir Jóhannesar lést, en Sölvi var einn sá fyrsti sem Jóhannes hringdi í eftir atburðinn

„Þú hringdir í mig þegar þér leið illa og ég hringdi í þig þegar mér leið illa,“ segir Jóhannes, sem segir að tímabilið á eftir hafi verið hræðilegt og oft viti fólkið í kring ekki hvernig það eigi að vera:

„Mér fannst erfitt að sjá fólk sem þorði ekki að nálgast mig og taka utan um mig af því að það vissi ekki hvað það ætti að segja.“

Jóhannes hefur upplifað margt og missti einnig föður sinn þegar hann var ungur. Hann áttaði sig nýlega á því í gegnum vinnu með geðlækni að hann hafi gengið í gegnum erfiða áfallastreitu.

„Hann veiktist snögglega og ég var nýbúinn að læra prósentureikning og ég man að ég var alltaf að spyrja mömmu hvað það væru mörg prósent líkur á að hann myndi lifa þetta af. Fyrst voru það töluverðar líkur, en svo var það komið niður í eitt prósent, en ég hélt alltaf í vonina,“ segir Jóhannes og segist hafa farið í gegnum mjög erfitt tímabil á eftir þar sem hann fór í afbrot og alls kyns vitleysu, þangað til hann komst á heimavistarskóla.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Jóhannes einnig um viðtalið fræga við Sigmund Davíð, nýjasta verkefni Jóhannesar og margt fleira

Viðtal Sölva við Jóhannes má sjá hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið