fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Fókus

Nútíma hönnun mætir fornnorrænum menningararfi á HönnunarMars 2020

Fókus
Miðvikudaginn 24. júní 2020 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Birgisson og Reynir A Óskarson kynna drykkjarhorn nútímans á HönnunarMars 2020 undir nýju vörumerki, Dwarfware. Opnunin verður haldin á MicroBar, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, fimmtudaginn 25. júní kl.17 en húsið verður opið til 23. Einnig verður opið á föstudag frá 14-23 og laugardag og sunnudag frá 12-23, báða dagana.

Vitað er að norrænir menn á söguöld notuðu horn til drykkju og nóg er um forna texta m.a. í Hávamálum þar sem lýst er drykkjusiðum þeirra og lífssýn. Hrafnkell hefur endurhannað hornið og með Reyni fært það í nýjan 21. aldar búning.

Hrafnkell Birgisson hefur starfað sem vöruhönnuður í tvo áratugi en hann nam sitt fag í Þýskalandi.

Reynir A. Óskarson er annar höfuðpaur samtakanna Hurstwic sem rannsaka vísindalega sannleiksgildi Íslendingasagna og bardagaaðferðir víkinga.

Auk nýju drykkjarhornanna verður kynnt diskasett með óvæntum myndskreytingum sem vísa í muni norrænna manna á söguöld.

Frekari upplýsingar um Dwarfware má finna á vefsíðunni www.dwarf-ware.com, einnig er hægt að hafa samband símleiðis í Reyni A. Óskarson í síma 846-9079 eða Örn Þorvarðarson í síma 789-4504, eða með tölvupósti á orn@dwarf-ware.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan