fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Biggi lögga í nýju hlutverki – „Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, virðist nú ætla að hasla sér völl á nýju sviði. Það er stjörnuspekinni. Hann greinir frá þessum nýja spennandi hæfileika í Facebook færslu sem DV fékk góðfúslega leyfi til að deila.

„Upp á síðkastið hef ég komist að því að ég er gæddum þeim hæfileikum að geta lesið í stjörnunnar. Þessi júnímánuður fer í sögubækurnar sem fyrsti mánuðurinn þar sem ég las í himinhvolfið fyrir ykkur kæru vinir. Lesið og undrist því stjörnunar ljúga ekki. Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá:

Hrútur;
Þú tekur þátt í facebook leik og vinnur ekki. Skellur. Farðu bara í tjaldútilegu í staðinn fyrir að gista á hóteli. Það kemur gat á vindsængina.

Naut;
Nei þú ert ekki getulaus. Kannski pínu vitlaus, en ekki getulaus. Það eru til lyf við þessu. Nei ekki við því að vera vitlaus. Þarft bara að lesa meira og horfa minna á Netflix. Nema þú sért að horfa á heimildamyndir. Það má.

Tvíburar;
Nei það er ekki í lagi að hringja sig inn veikan ef þú nennir ekki í vinnuna. Þú finnur til mikillar ástríðu í sambandinu þínu. Djók.

Krabbi;
Það er eitthvað í nefinu á þér. Nei, hinum megin. Ok, farið.

Ljón;
Já þú hefur fitnað. Það þarf ekki neinar stjörnur til að segja þér það. Það sést samt þangað. Það er eitthvað. Ekki samt fá þér svona racer hjól til að ná þessu af þér. Þú átt bara eftir að slasa þig.

Meyja;
Hér er kominn gömul kona. Kannastu við það? Ég vissi það. Henni finnst þú lúserSorrý. Ertu sáttur við mig? Flott.

Vog;
Þú veltir því fyrir þér hvert þú eigir að fara í sumarfríinu. Þú tekur bensín. Þú kaupir mat. Þú borgar reikninga. Sagan búin.

Sporðdreki;
Hættu þessu væli skriðdýrið þitt. Það eru allir í sömu stöðu. Þetta lagast kannski. Ég myndi síðan ekki kaupa það sem þú ert að spá í. Það er engin afsökun að þú sért ekki að fara til útlanda á árinu.

Bogamaður;
Þú færð þér hund og lætur hann heita Hrafnkell. Þið munuð hlaupa saman um náttúruna eins frjálsir og hamingjusamir og konur í dömubindisauglýsingu frá tíunda áratugnum. Passaði þig samt á þúfunum. Því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Prófaðu ketó bollan þín.

Steingeit;
Það er þér að kenna að sambandið þitt sé í klessu. Óvæntur gestur kemur í heimsókn í mánuðinum. Settu bara glas yfir hann, lokaðu með blaði og kastaðu honum út um gluggann.

Vatnsberi;
Þú verður að hætta að syngja. Það finnst engum skemmtilegt að hlusta á þig. Prófaðu að skrifa ljóð. Ef það gengur ekki geturðu prófað að prjóna. Ef það gengur ekki heldur þá áttu þér litla framtíð. Pakkinn sem þú pantaðir á netinu kemur ekki strax. Hann er ennþá á flugvellinum í Kína. Það ætti að kenna þér að kaupa bara íslenskt nirfillinn þinn.

Fiskar;
Berðu kremið á sýkta svæðið tvisvar á dag. Segðu svo mömmu þinni að þú ráðir hvort þú notir mýkingarefni eða ekki. You can do it.

Blaðamaður komst ekki hjá því að spyrja Bigga hvort hann teldi þennan nýja hæfileika geta nýst sér í lögreglustarfinu.

„Ekki spurning. Aukinn skilningur á stjarnlegri hegðun hlýtur að hjálpa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar