fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 10:06

Mæðgurnar Alda Jóhanna og Andrea Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yngsta móðir Íslands hefur slegið í gegn á TikTok og hefur eitt myndband hennar fengið um 850 þúsund áhorf.

Alda Jóhanna Hafnadóttir er yngsta kona sem hefur átt barn á Íslandi í seinni tíð. Hún var aðeins tólf ára þegar hún varð ófrísk og þrettán ára þegar hún eignaðist dóttur sína, Andreu Ósk, sem er orðin sextán ára.

Skjáskot/Tímarit.is

TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í dag. Miðillinn er sérstaklega vinsæll hjá ungu kynslóðinni en fólk á öllum aldri notar forritið. Hver sem er hefur tækifæri á að verða „frægur“ (e. viral) á TikTok. Þú þarft ekki að vera áhrifavaldur eða hafa marga fylgjendur, þú þarft bara gott myndband.

Skrýtin tilfinning

Alda Jóhanna sló nýlega í gegn á TikTok og hefur eitt myndbanda hennar fengið tæplega 850 þúsund áhorf.

„Ég sagði við Andreu að ef eitthvað af myndböndunum mínum eiga eftir að fara „viral“ þá er það þetta. En ég hefði aldrei getað ímyndað mér að 850 þúsund manns myndu sjá þetta og hvað þá um allan heim,“ segir Alda Jóhanna í samtali við DV.

„Þetta er mjög svo skrýtin tilfinning, næstum tvisvar sinnum allt Ísland og meira.“

Í myndbandinu kemur fram að Alda hafi orðið ólétt þegar hún var tólf ára og í dag séu þær mæðgur 29 ára og 16 ára. Horfðu á það hér að neðan.

@aldajohanna@andreaoskk she is 16 and I am 29, I gave birth at 13yr ##tictok ##foryoupage ##fyp ##foryou ##4upage♬ Hungry Hippo – Tierra Whack

Alda Jóhanna lokaði fyrir athugasemdir við myndbandið.

„Það voru fullt af fínum athugasemdum en svo voru þau mörg frekar ljót,“ segir hún og bætir við að ummælin voru hreint ekki við hæfi.

„Mikið af notendum eru börn. TikTok er einn stærsti samfélagsmiðillinn í dag og það eru rosalega mörg börn þarna inn á, allt frá sex ára aldri. Svo það er mikið af myndböndum þarna sem eru ekki við hæfi barna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“