fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Ólafur yrkir ljóðabæn til Boris Johnson – Biður almættið að vernda breska forsætisráðherrann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 15:37

Ólafur F. Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, en sem hefur getið sér orð fyrir lagasmíðar og ljóðagerð í seinni tíð, hefur þungar áhyggjur af heilsufari breska forsætisráðherrans, Boris Johnson, sem liggur þungt haldinn af COVID-19 á St. Thomas sjúkrahúsinu í London.

Fyrir utan að hafa miklar mætur á forsætisráðherranum sem manneskju þá lítur Ólafur á hann sem mikilvægt frelsistákn. Ólafur hefur sent DV eftirfarandi bréf með hugleiðingum sínum um þetta efni, sem og bænaljóð sem hann hefur ort til Boris Johnson:

„Boris liggur nú fárveikur á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í London, þar sem honum hefur eftir 10 daga veikindi af kórónaveirunni elnað sóttin mjög með háum hita og þarf súrefnisgjöf þar sem sóttin leggst greinilega á lungu hetjunnar, sem er lífshættulegt.

Ég bið fyrir Boris, því að hann er ekki bara dýrmætur einstaklingur , heldur einnig frelsistákn alls þess fólks sem vill varðveita sjálfstæði og tilvist þjóðríkja. Ég bið því almættið að vernda Boris Johnson, samnefnara fyrir frelsiunnandi fólk um alla veröld. Megi Boris auðnast að komast lífs af úr þeirri hættu sem að honum steðjar.

Til stuðnings Boris hef ég samið bæn um hann, bæði á íslensku og ensku, sem fer hér á eftir,“

Megi Boris hafa betur

er berst hann fyrir lífi sínu.

Kræfur er þessi kórónavetur

kirjaðu bæn frá hjarta þínu.“

 

Og í enskri þýðingu minni hljóðar bæn svo:

May our Boris threat survive

of a virus that may him kill.

I pray the hero keeps his life

a prayer to him send I will.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“