fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Sjáðu stórskotalið Íslenskra tónlistarmanna syngja nýtt lag um COVID

Fókus
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar hafa komið saman til þess að hvetja fólk til að vera heima þessa daganna vegna COVID-19. Þetta gera þau í eina og sama laginu sem ber nafnið Ferðumst innandyra. Lagið er cover af laginu Che, sem Íslendingar þekkja sem Góða ferð.

Tónlistarmennirnir sem koma fram eru: Birgitta Haukdal, Friðrik Dór, Glowie, Greta Salóme, Haffi Tempó, Halldór Gunnar Pálsson, Helgi Björnsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Ingó Veðurguð, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Jón Jónsson, Jón Ólafsson, Króli, Kristján Steinn Leifsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Ragnhildur Gísladóttir, Saga Júlía Benediktsdóttir, Salka Sól, Sighvatur Jónsson. Auk þeirra koma þau Alma Möller land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fram í myndbandinu.

Myndbandið var tekið upp á snjallsíma hvers og eins tónlistarmanns, en þau fengu eftirfarandi leiðbeiningar:

  1. Við sjáum fyrir okkur að yfirbragð myndbandsins verði í „verum heima“ stílnum, þ.e. heimilislegt, eðlilegt og tilgerðarlaust.
  2. Endilega verið frjó í því hvar þið takið upp, látið vaða á skemmtilegar hugmyndir og hafið í huga að boðskapur lagsins er jú að búa til ævintýri úr hversdagsleika heimilisins.
  3. Hafið símann í uppréttri „Portrait“ stöðu.

Hér að neðan má bæði sjá myndbandið við lagið og textan.

Þú veist það eru viðsjárverðir tímar

með landamæri lokuð víðast hvar

En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far

Í ferðalag og freistum gæfunnar

 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð

þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð

Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss

Góða ferð, verum sæl með góða ferð

 

Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur

og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað

Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það

að bregða mér í ilmolíu-bað

 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð

þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð

Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss

Góða ferð, verum sæl með góða ferð

 

Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan

og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt

Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt

góða bílskúrsútilegu, yfir nátt

 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð

þetta‘er útilega af allra bestu gerð

Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss

Góða ferð, verum sæl með góða ferð

 

Nú þurfa allir þétt að standa saman

og koma COVID-stríðinu á skrið

Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið

Við hlýðum Víði og ferðumst heima við!

 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð

þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð

Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss

Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð

Góða ferð, verum sæl með góða ferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Neymar nálgast Pelé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021